Lífið

North var getin í Flórens

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Rapparinn Kanye West segir í viðtali við ítalska dagblaðið La Nazione að hann og tilvonandi eiginkona hans, raunveruleikastjarnan Kim Kardashian, elski borgina Flórens.

„Ég dái Flórens. Ég elska Ítalíu og ítalskan lífsstíl. Og til að koma hreint fram heimsóttum við Kim bakka Arno-ánnar á síðasta ári, bara við tvö,“ segir Kanye og bætir við að hann haldi að dóttir þeirra North hafi komið undir þar.

„Þetta var fyrsta brúðkaupsferðin okkar. Þetta er ein fallegasta borg í heiminum og mér finnst hún vera sú fallegasta í Evrópu.“

Eftir að viðtali birtist hafa fjölmiðlar velt vöngum yfir því hvort Kim og Kanye muni gifta sig í Flórens þann 24. maí. Þau hafa ekki enn gefið upp hvar þau ætli að gifta sig en líklegt þykir að París verði fyrir valinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.