Viðburðirnir ganga út á það að tveir til þrír einstaklingar frá sitthvoru fyrirtækinu sem farið hafa í gegnum frumkvöðlaferli tala stuttlega um sína upplifun þegar kemur að því að stofna og reka fyrirtæki.
Ókeypis er inná viðburðina en þeir eru haldnir til að hita upp fyrir Startup Iceland-ráðstefnuna sem haldin verður í sumar.
Næsti fyrirlestur fer fram fimmtudaginn 29. maí.





