Lífið

Margverðlaunaður ofurkroppur

Ellý ármanns skrifar
Karen Lind Thompson 24 ára þrefaldur Íslandsmeistari sigraði í overall flokkinn á Íslandsmóti IFBB í ár og var bikarmeistari árin 2012 og 2013 í sama flokki. Hún er stödd á Spáni þar sem hún situr fyrir á kletti við sjóinn eins og sjá má á myndunum. 



mynd/ Josef Adlt
,,Myndirnar tók Josef Adlt en hann er mjög fær ljósmyndari og hefur meðal annars tekið myndir af Arnold Swarzenegger, Dennis Wolf og tekið margar fitness forsíðu myndatökur.  Þessar myndir voru teknar í gær á ströndinni á Santa Susanna á Spáni."



mynd/ Josef Adlt
Hvernig nærðu þessum annars ágæta árangri? ,,Til þess að ná árangri þarf maður að hafa góða þjálfun og mataræði og hausinn í lagi. Þetta sport virkar ekki nema að þjálfa hugann með," segir Karen.  

,,Ég myndi segja að lykilinn á bak við árangurinn sé að setja ekki of mikla pressu á sjálfa mig. Fyrir mér er númer eitt, tvö og þrjú að hafa gaman af þessu og njóta ferðarinnar."

Spurð hvað hún setur sér til munns segir Karen: ,,Ég borða nú yfirleitt svona venjulegt mataræði nema með hollara yfirvafi. Ég  borða mikið af fisk og kjöti og svo er alltaf grænmeti á disknum. En það sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér er heimagert kjúklingahakk með salati og sætum kartöflum," segir hún.

,,En svona frá hjartanu myndi ég vilja þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér í undirbúningnum. Alveg ómetanlegt að fá svo góðan stuðning frá bæði aðstandendum og styrktaraðilum," segir Karen áður en kvatt er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.