Lífið

Ísland í aðalhlutverki hjá Martin Garrix og Sander van Doorn

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Leikkonan Saga Garðarsdóttir leikur í myndbandi þeirra Garrix og van Doorn.
Leikkonan Saga Garðarsdóttir leikur í myndbandi þeirra Garrix og van Doorn. Skjáskot
Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix, sem er hvað þekktastur fyrir smellinn Animals, hefur gefið út nýtt lag ásamt samlanda sínum Sander van Doorn og ber lagið heitið Gold Skies.

Myndbandið var tekið upp hér á landi og fer leikkonan Saga Garðarsdóttir með aðalhlutverkið ásamt ungum herramanni, en þau ferðast víðs vegar um landið í gamalli bifreið.

Það má segja að um ágætis landkynningu sé að ræða en plötusnúðarnir tveir eru vel þekktir í tónlistarbransanum ytra. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.