Lífið

Maðurinn á bak við The Godfather látinn

Gordon Willis er látinn, 82 ára að aldri. Hann hlaut heiðursverðlaun árið 2009.
Gordon Willis er látinn, 82 ára að aldri. Hann hlaut heiðursverðlaun árið 2009. Vísir/Getty
Einn virtasti kvikmyndatökumaður sögunnar, Gordon Willis lést um helgina, 82 ára að aldri. Hann var þekktur undir nafninu, Prince of Darkness eða Myrkrahöfðinginn og er hann maðurinn á bak við kvikmyndatökur á mörgum meistaraverkum. Þar ber helst að nefna myndirnar um Guðfaðirinn eða The Godfather, Annie Hall og Manhattan, svo nokkrar séu nefndar.

Hann átti mikinn þátt í því hvernig kvikmyndataka þróaðist og var þekktur fyrir listræna notkun á til dæmis skugga. Myndir hans voru einkennandi með dökku yfirbragði.

Willis fæddist í New York árið 1931 en faðir hans var förðunarmeistari hjá Warner Bros. Willis fékk fyrst áhuga á ljósa- og sviðshönnun en leiddist svo út í kvikmyndatöku. Hann var heiðraður á svokölluðum Fylkisstjóra-verðlaunum árið 2009, en bandaríska kvikmyndaakademían stendur á bak við verðlaunin.

Hann vann til fjölda verðlauna og hlaut tvennar tilnefningar til Óskarsverðlaunanna, fyrir þriðju myndina um Guðfaðirinn og Zelig. Hans síðasta verk var stjórn á kvikmyndatöku á myndinni The Devil’s Own árið 1997.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.