Lífið

Jagger orðinn langafi

Hinn sjötugi Mick Jagger er orðinn langafi en dótturdóttir hans, Assisi Jackson, eignaðist stúlku um liðna helgi með kærasta sínum Alex Key.

Stúlkan er fyrsta barnabarn Jade Jagger en hin 42 ára Jade á sjálf von á dreng í júní. Assisi, sem er 21 árs, kveðst þó ekki halda að afi sinn sé sáttur við að aldurinn sé að hellast yfir hann.

„Ég get ímyndað mér að það sé gaman að verða langafi en ég held að hann vilji ekki eldast. Ég kalla hann til dæmis aldrei afa, bara Mick.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.