Ræddi ekki fósturmissi af ótta við vorkunn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2014 22:32 Urður Hákonardóttir. Vísir/Vilhelm „Ég varð ólétt og var í raun ekki tilbúin til þess á þeim tíma,“ segir tónlistarkonan Urður Hákonardóttir í opinskáu viðtali við Lífið. Urður fer um víðan völl í viðtalinu. Hún rifjar upp þegar hún var greind með ADHD á unglingsárunum og hvernig það breytti lífi hennar til hins betra. Árin með Gus Gus voru ævintýri en hún yfirgaf svo sveitina áramótin 2007 til 2008. Í dag er hún stödd á tímamótum og er að endurskoða hvað hún vilji gera í lífinu. Fyrir rúmlega ári hafi hún orðið ólétt en hún var ekki tilbúin í það. „Ég var búin að vera rosalega veik á meðgöngunni og þegar ég var komin rúmlega þrjá mánuði á leið fór ég í sónar. Þá kom í ljós að barnið var dáið,“ segir Urður. Hún segist ekki vita hvort hafi verið erfiðara, að missa barnið eða bara allt í kringum veikindin. „Það tók alveg tíma að jafna sig á því. Ég fór ekki strax í það aftur að reyna að eignast börn, ég var ekki þar.“ Urður segir að sér hafi fundist það mikið tabú að ræða um málið. Það hafi þó komið henni á óvart hversu margar konur hafi lent í því sama en segi ekki frá. „Margar af mínum nánu vinkonum höfðu lent í þessu sama og ég vissi ekki af því fyrr ég lenti í þessu sjálf og þær fóru að opna sig. Upplifunin var þannig að ég vildi ekki ræða þetta því þá myndi fólk vorkenna mér og ég vildi helst hlífa fólki við því. Ég vildi ekki koma fólki í óþægilega stöðu að tala um þennan missi því þetta er óþægilegt umræðuefni fyrir alla og kemur fólki í opna skjöldu.“ Tónlistarkonan segir fólk bregðast mismunandi við aðstæðum sem þessum. „Fyrir mig var þetta kannski ekki eins hræðilegt og fyrir næstu konu sem hugsanlega er búin að vera að reyna lengi að eignast barn. Ég var ágætlega sterk fyrir þessa reynslu en hún undirstrikar bara það að maður hefur svo sem ekki mikla stjórn á lífinu,“ segir Urður. Maður sé alltaf að reyna að hafa allt á hreinu, þar á meðal hluti sem maður hafi enga stjórn á. „Maður verður bara að gangast við því hvernig lífið fer og leyfa því að gerast og treysta því. Það er kannski lærdómurinn í þessu öllu saman.“ Tengdar fréttir Þykir stjörnulífið ekki lengur spennandi Hún hefur upplifað fjölmörg ævintýri og ferðast heimshorna á milli með hljómsveitinni GusGus. 2. maí 2014 10:00 Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira
„Ég varð ólétt og var í raun ekki tilbúin til þess á þeim tíma,“ segir tónlistarkonan Urður Hákonardóttir í opinskáu viðtali við Lífið. Urður fer um víðan völl í viðtalinu. Hún rifjar upp þegar hún var greind með ADHD á unglingsárunum og hvernig það breytti lífi hennar til hins betra. Árin með Gus Gus voru ævintýri en hún yfirgaf svo sveitina áramótin 2007 til 2008. Í dag er hún stödd á tímamótum og er að endurskoða hvað hún vilji gera í lífinu. Fyrir rúmlega ári hafi hún orðið ólétt en hún var ekki tilbúin í það. „Ég var búin að vera rosalega veik á meðgöngunni og þegar ég var komin rúmlega þrjá mánuði á leið fór ég í sónar. Þá kom í ljós að barnið var dáið,“ segir Urður. Hún segist ekki vita hvort hafi verið erfiðara, að missa barnið eða bara allt í kringum veikindin. „Það tók alveg tíma að jafna sig á því. Ég fór ekki strax í það aftur að reyna að eignast börn, ég var ekki þar.“ Urður segir að sér hafi fundist það mikið tabú að ræða um málið. Það hafi þó komið henni á óvart hversu margar konur hafi lent í því sama en segi ekki frá. „Margar af mínum nánu vinkonum höfðu lent í þessu sama og ég vissi ekki af því fyrr ég lenti í þessu sjálf og þær fóru að opna sig. Upplifunin var þannig að ég vildi ekki ræða þetta því þá myndi fólk vorkenna mér og ég vildi helst hlífa fólki við því. Ég vildi ekki koma fólki í óþægilega stöðu að tala um þennan missi því þetta er óþægilegt umræðuefni fyrir alla og kemur fólki í opna skjöldu.“ Tónlistarkonan segir fólk bregðast mismunandi við aðstæðum sem þessum. „Fyrir mig var þetta kannski ekki eins hræðilegt og fyrir næstu konu sem hugsanlega er búin að vera að reyna lengi að eignast barn. Ég var ágætlega sterk fyrir þessa reynslu en hún undirstrikar bara það að maður hefur svo sem ekki mikla stjórn á lífinu,“ segir Urður. Maður sé alltaf að reyna að hafa allt á hreinu, þar á meðal hluti sem maður hafi enga stjórn á. „Maður verður bara að gangast við því hvernig lífið fer og leyfa því að gerast og treysta því. Það er kannski lærdómurinn í þessu öllu saman.“
Tengdar fréttir Þykir stjörnulífið ekki lengur spennandi Hún hefur upplifað fjölmörg ævintýri og ferðast heimshorna á milli með hljómsveitinni GusGus. 2. maí 2014 10:00 Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira
Þykir stjörnulífið ekki lengur spennandi Hún hefur upplifað fjölmörg ævintýri og ferðast heimshorna á milli með hljómsveitinni GusGus. 2. maí 2014 10:00