Lífið

Dansarar gerðu sér glaðan dag

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar á árshátíð dansara á Íslandi á Dansverkstæðinu við Skúlagötu um helgina.  Dansarar og danshöfundar, bæði sjálfstætt starfandi og úr röðum Íslenska dansflokksins, komu saman og skemmtu sér eins og sjá má á myndunum.

Sýnd voru glæsileg skemmtiatriði sem hinir ýmsu starfandi danshópar og listamenn höfðu skipulagt í tilefni hátíðarinnar. Sýndi Íslenski dansflokkurinn til dæmis glæsilegt dansatriði tileinkað óléttum dönsurum en óvenju margir úr röðum stéttarinnar eru barnshafandi um þessar mundir. 

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða albúm í heild sinni.

Tinna Grétarsdóttir, Kara Hergils, Ásgerður Gunnarsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.