Lífið

Sýnir bossann í eftirpartíi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Söngkonan Rihanna mætti í afar djörfum kjól í eftirpartí Met-ballsins í New York í gærkvöldi.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum var kjóllinn afar opinn í bakið og glitti í afturenda stjörnunnar.

Í Met-ballinu mætti Rihanna í hvítu dressi frá Stellu McCartney en þótti ekki gera neitt sérstaka hluti á rauða dreglinum að mati tískuspekúlanta.

Met-ballið er einn stærsti viðburður í skemmtanalífinu vestan hafs og er það haldið ár hvert þegar sumarmánuðirnir nálgast.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.