Lífið

Fangarnir snúa aftur í þriðju seríu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Laura Prepon, sem leikur í þáttaröðinni Orange Is the New Black, birti mynd á Instagram-síðu sinni fyrir stuttu þar sem hún tilkynnti að ætti að gera þriðju seríu af fangaþættinum. 

Nú hefur sjónvarpsveitan Netflix staðfest það.

Orange Is the New Black hefur vakið mikla lukku um heim allan en önnur sería verður frumsýnd á Netflix þann 6. júní næstkomandi.

Serían var sköpuð af Jenji Kohan og er byggð á endurminningum Piper Kerman, Orange Is the New Black: My Year in a Women's Prison.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.