
Inná þetta atriði er komið í grein, eða það sem kallast feature og er undir fyrirsögninni 10 useless Icelandic phrases, svohljóðandi:
5. Hvað er venjulega gefið í þjórfé? / What is the standard tipping rate?
There is no tipping in Iceland. Prices on the menu are all inclusive, same goes for taxis and other services. The unions are strong and people in the service sector do not count on tipping as part of their salary.
Jón Kaldal segir, í samtali við Vísi, að honum hafi borist margar athugasemdir frá þjónustufólki og þeim sem starfa í ferðageiranum sem eru mjög óhressir með að verið sé að benda á þetta. Viðbrögðin koma honum á óvart.
„Já, svolítið. Ég hefði talið að fólk vildi almennt að útlendingar væru upplýstir, ferðamenn, um að ekki væri hefð fyrir því að gefa þjórfé hér. En það er greinilegt að margir vilja ekki að menn viti það.“

Ætla má að þjórfé sé talsvert meira og algengara en fram hefur komið. Jón Kaldal fylgist vel með í þessari grein sem ritstjóri Icleland Mag þó ekki sé hann á vettvangi að fylgjast með því hvort ferðamenn skilji almennt eftir þjórfé á veitingastöðum. „En, miðað við viðbrögðin, já þá benda þau til að þetta sé orðinn ansi útbreiddur siður meðal ferðmanna og inni á veitingastöðunum lítur þjónustufólk svo á að þetta sé mikilvægur tekjustofn, heyrist mér.“
Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og hún tekur í sama streng og Jón, eða öllu heldur því sem fram kemur í tímaritinu: „Það sem kemur fram í greininni hans Jóns Kaldals er réttur skilningur að okkar mati. Þjórfé, eða þakkarfé eins og við viljum nú frekar kalla þetta, er ekki hugsað sem formlegur hluti af launum starfsfólk á Íslandi. Í kjarasamningum hérlendis er samið um full laun starfsfólks hvort sem það starfar í ferðaþjónustu eða öðrum greinum.“

Dæmi um viðbrögð er eftirfarandi bréf sem Jóni barst:
„Sæl veriði
Ég vinn á veitingastað niðri í bæ og rakst á nýja blaðið ykkar sem er í boði fyrir viðskiptavini, þá sérstaklega enskumælandi ferðamenn. Blaðið lýtur vel út og hafa margir verið að skoða það. Ég varð hins vegar mjög ósátt þegar ég sá svar ykkar við spurning 5. Og er ég búin að rífa hana út úr blaðinu.
what is the standard tipping rate?
Vissulega reiður þjónustufólk sig ekki eingöngu á tippsið, en það er hins vegar mikil bót að fá tipps á vöktum. Þjónustufólk er mikið námsmenn sem lifi langt undir meðal framfærslu og lifa langt undir framfærsluviðmiðum umboðsmann skuldara og velferðaráðuneytisins og eins mikið af ómenntuðum einstaklingum sem eru alls ekki á himinum háum launum. Svar með að hér séu sterk verkalýðsfélög á heldur ekki rétt á sér þar sem að seinustu samningar náðust 2,8% hækkun á launum, og veit ég ekki fyrir hvaða hóp þið voruð að tala með því að segja að hér væri "sterk" verklýðsfelög. Þannig að þjórfé skiptir máli fyrir hópinn sem vinnur í þjónustustörf. Íslendingar eru vanir að tippsa erlendis og helstu ferðamálastaðar okkar í EVrópu hafa ákveðin lágmarkslaun og reiðir þjónusutfólk sig ekki eingögnu á þjórfé, en samt tippsum við.
Því hefði ég viljað sjá svar sem hefði verið meira í þessa áttina:
Á Íslandi er ekki venja að tippsa en það er vissulega velkomið og vel þegið (sérstaklega þar sem kaupmáttur hefur minnkað og verðbólga aukist), en að sjálfsögðu aðeins ef að þjónustan var góð.
Eins eykst þjónusta töluvert ef að von er á þjórfé.“
Allt „tips“ hjálpar gríðarlega
Annað bréf er svohljóðandi:
Góðan daginn. Ég var að lesa grein eftir þig um 10 ónýta frasa og langaði að varpa fram einni hugmynd, þar sem þú nefndir þarna í atriði nr 5. að ekki væri gefið þjórfé á Íslandi. Ég hef starfað við ferðaþjónustu og langar að benda þér á að í þeim tilvikum sem erlendir gestir hafa verið að “tipsa” er það vegna þess að þeim líkar þjónustan sem þeir hafa fengið.
Í mörgum tilvikum eru þeir sem þjónusta ferðalanga á launum sem ekki er hægt að hrópa húrra fyrir og allt tips hjálpar gríðarlega, þess vegna hefði ég gjarnan viljað sjá í greininni allavega minnst á að gestir hefðu frjálst val um að gefa þjórfé, því skrif sem beinlínis stuðla að því að ekki sé gefið þjórfé er ekki mjög hjálplegt.
Ég starfaði hér í denn við að keyra hópferðabifreiðar og var nú ekki á sældarlaunum en þjórféð hífði upp launin svo maður fór nokkuð sáttur heim eftir langan vinnudag. Eitt sinn var ég með hóp í rútunni þar sem fararstjórinn tilkynnti í míkrafóninn í upphafi ferðar að ekki þyrfti að tippa bílstjórann því hann væri á launum og sá ég ekki krónu þann dag. Þjórféð, sem( þó eru engin ósköp, þ.e hlaupa ekkert á tugum þúsunda)t.d bílstjórar sjá í umslagi er það sem gerir þeim kleyft að halda áfram í starfi sínu því ekki eru stéttarfélögin að vinna hörðum höndum að því að bæta samninga.