Lífið

Fyndin teiknimynd með æðilegri tónlist

Ólafur snjókarl er uppáhaldspersóna Magneu í myndinni Frozen.
Ólafur snjókarl er uppáhaldspersóna Magneu í myndinni Frozen. Mynd/Aldís Páls
Er Frozen uppáhaldsbíómyndin þín? Ég elska Lego Movie og Rio 2. Ég er búin að horfa svo oft á Frozen núna að ég er aðeins að hvíla mig á henni.

Hvað hefurðu séð hana oft? Kannski átta sinnum, eða sjö eða níu – eða, ég bara er ekki viss.

Hvað finnst þér best við hana? Lögin.

Hver af persónunum er í mestu uppá­haldi?

Snjókarlinn Ólafur.

Finnst þér Elsa og Anna vera eðlilegar stelpur? Nei, alls ekki. Elsa frystir allt. Enginn venjulegur getur gert það! Og Anna er prinsessa.

Hvort er Frozen meira sorgleg eða fyndin mynd? Meira fyndin, af því að Óli er alltaf að segja og gera eitthvað fyndið.

Hefurðu lesið söguna um Snædrottninguna sem myndin er byggð á? Nei, reyndar ekki.

Værir þú til í að lesa hana? Tja, kannski.

Hvernig finnst þér tónlistin í myndinni? Æðisleg. Ég kann öll lögin, nema sumarlagið hans Óla.

Hvað er skemmtilegasta lagið? Let it Go. (Þetta er nóg, í íslenskri þýðingu.)

Finnst þér skemmtilegra að horfa á teiknimyndir en leiknar myndir? Teiknimyndir, held ég. Allar bestu myndirnar mínar í dag eru teiknimyndir.

Ef þú ættir að gefa Frozen stjörnur frá 1-5, hvað gæfirðu henni margar? Fjórar ****

Geturðu fært rök fyrir því í þremur setningum af hverju krakkar ættu að horfa á Froz­en? Krakkar ættu að horfa á Frozen af því að hún er skemmtileg! Mér finnst hræðilegt að Elsa læsir sig inni, en það er bara af því að hún elskar Önnu og vill ekki meiða hana. Mér finnst gott að Anna hætti aldrei að elska Elsu, þó að Elsa láti eins og hún vilji ekki vera vinkona Önnu. Við eigum að elska systkinin okkar, sama hvað! Ég ætla alltaf að elska Jökul, litla bróður minn!

Anna og Elsa prinsessur eru aðalpersónur Frozen.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.