Bílaeign landsmanna Árni Davíðsson skrifar 23. apríl 2014 12:58 Í almennri umræðu heyrast oft þær fullyrðingar að meðalaldur fólksbíla á Íslandi sé of hár og mun hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá þykir bílaeign landsmanna mikil í alþjóðlegum samanburði. Sennilega er þó bæði bílaeign landsmanna og meðalaldur fólksbílaflotans ofmetinn vegna þess að íslenska tölfræðin er ekki samanburðarhæf við þá erlendu. Opinber tölfræði á Íslandi um bílaeign hefur miðast við fjölda bíla á skrá en Evrópusambandið og fleiri lönd gefa hinsvegar upp tölur um bílaeign sem fjölda bíla í umferð. Það gerir og ACEA (Samtök Evrópskra bílaframleiðanda). Nauðsynlegt að útskýra tvö hugtök áður en lengra er haldið. Bíll á skrá: er bíll sem hefur verið skráður í ökutækjaskrá í umsjá Samgöngustofu (Umferðarstofu) og hefur ekki verið afskráður. Fjöldi fólksbíla á skrá eru allir fólksbílar sem eru í ökutækjaskrá. Bíll í umferð: er bíll sem er á ökutækjaskrá og er á númerum og má vera í umferð. Hægt er að taka bíl af númerum og er hann þá áfram í ökutækjaskrá en ekki þarf að greiða af honum tryggingar né flest opinber gjöld og hann er þá ekki talinn í umferð.Er bílaeign landsmanna ofmetinn? Það gefur auga leið að ef borinn er saman fjöldi bíla á skrá og fjöldi bíla í umferð getur sá samanburður orðið mjög villandi ef hátt hlutfall bíla á skrá er ekki í umferð. Á Íslandi er hlutfall fólksbíla úr umferð en á skrá um 15% að sumarlagi en um 17% að vetrarlagi. Í lok október 2013 voru t.d. 213.479 fólksbílar á skrá en um 177.276 fólksbílar í umferð. Hlutfall fólksbíla sem ekki var í umferð var 17%. Tölur um bílaeign milli landa eru gjarnan gefin upp sem fjöldi fólksbíla á hverja 1.000 íbúa og hefur Ísland verið í 2. sæti yfir mestu bílaeign í Evrópu miðað við fólksbíla á skrá. Ef reiknað er með að um 15% fólksbíla sé að jafnaði ekki í umferð síðustu ár fæst niðurstaða yfir samanburð á bílaeign eins og sýnd er á myndinni hér að neðan. Þar er sýnt yfirlit yfir fólksbíla í umferð á hverja 1.000 íbúa árið 2011 í löndum EB en fyrir Ísland er sýndur fjöldi fólksbíla á skrá og áætlaður fjöldi fólksbíla í umferð árið 2011. Árið 2011 er valið því það er síðasta ár sem tölur eru til fyrir Evrópulönd.Fólksbílaeign íslendinga var samkvæmt þessu um 550 fólksbílar á hverja 1.000 íbúa en ekki 646 fólksbílar á hverja 1.000 íbúa. Ísland var þá í 6. sæti yfir bílaeign í Evrópu árið 2011 en ekki í 2. sæti.Meðalaldur fólksbíla Samkvæmt upplýsingum ACEA (Samtök Evrópskra bílaframleiðanda) var meðalaldur fólksbíla í umferð í Evrópusambandinu 8,3 ár árið 2010 en nýrri tölur eru ekki til fyrir EB. Engar upplýsingar eru til um meðalaldur fólksbíla í umferð á Íslandi árið 2010. Hinsvegar hefur verið gefin upp meðalaldur fólksbíla á skrá og var hann 10,9 ár árið 2010 og 11,95 ár árið 2012. Þær tölur hafa verið bornar saman við meðalaldur fólksbíla i umferð í öðrum löndum. Ef meðalaldur skráðra fólksbíla sem eru ekki í umferð er hærri en meðalaldur fólksbíla sem eru í umferð er meðalaldur íslenska fólksbílaflotans ofmetin í alþjóðlegum samanburði. Gömlu bílarnir sem teknir hafa verið úr umferð og eru en á skrá geta hækkað meðalaldurinn svo um munar. Til að kanna þetta var gerð könnun á meðalaldri fólksbíla sem óku um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar milli kl. 17 og 18 dag einn í september 2013. Meðalaldur 162 fólksbíla sem óku um gatnamótin var 8,9 ár ± 0,78 ár. Samgöngustofa veitti einnig upplýsingar um meðalaldur fólksbíla í umferð í lok október 2013 og var hann 10,6 ár. Það er þá réttur meðalaldur fólksbílaflotans á Íslandi á þeim tímapunkti. Á myndinni hér að neðan er sýndur meðalaldur fólksbíla í umferð árið 2010 í nokkrum löndum EB. Fyrir Ísland er sýndur meðalaldur skráðra fólksbíla árin 2010 og 2012 og niðurstaða könnunar á meðalaldri fólksbíla í umferð í september 2013 á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og meðalaldur fólksbíla í umferð 31. okt. 2013 samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu.Þar sem upplýsingar frá þessum löndum EB eru frá árinu 2010 er ekki hægt að segja með fullkominni vissu hvar Ísland raðast í þessum samanburði. Það er þó ekki ólíklegt að meðalaldur fólksbíla í þessum löndum hafi líka hækkað eitthvað frá árinu 2010 vegna kreppunnar. Ekki er ólíklegt að meðalaldur fólksbíla á Íslandi sé svipaður og meðaltalið í þessum löndum EB um þessar mundir.Lokaorð Samanburður milli landa er oft vandasamur þar sem tölur geta verið fengnar með ýmsum hætti. Oft er gengið of langt í að bera saman ólíkar tölur milli landa og er tölfræðin um bílaeign gott dæmi um það að oft þarf að skoða hvernig tölur eru fengnar áður en þær eru bornar saman. Ekki eru öll kurl komin til grafar enn í samanburðinum á bílaeign milli landa. Sumir hafa áhyggjur af hækkandi meðalaldri fólksbílaflotans á Íslandi. Það er þó löng hefð fyrir því að endurnýjun bíla á Íslandi verði í kippum og hefur gengi krónunnar líklega mest um það að segja auk annarra efnahagslegra þátta. Síðustu ár hefur óvissa í þjóðfélaginu haft áhrif að auki. Segja má líka að ekki hafi verið mikil þörf á endurnýjun þar sem meðalaldur bíla í umferð hefur líklega verið í sögulegu lágmarki í lok síðustu bólu rétt fyrir hrun (þó meðalaldur skráðra bila hafi blekkt). Ýmislegt bendir líka til þess að bílaeign landsmanna á hverja 1.000 íbúa hafi dregist eitthvað saman og geti jafnvel minnkað en næstu ár. Almennt efnahagsástand mun þó nú sem fyrr hafa mikið að segja um hver þróunin verður.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu heyrast oft þær fullyrðingar að meðalaldur fólksbíla á Íslandi sé of hár og mun hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá þykir bílaeign landsmanna mikil í alþjóðlegum samanburði. Sennilega er þó bæði bílaeign landsmanna og meðalaldur fólksbílaflotans ofmetinn vegna þess að íslenska tölfræðin er ekki samanburðarhæf við þá erlendu. Opinber tölfræði á Íslandi um bílaeign hefur miðast við fjölda bíla á skrá en Evrópusambandið og fleiri lönd gefa hinsvegar upp tölur um bílaeign sem fjölda bíla í umferð. Það gerir og ACEA (Samtök Evrópskra bílaframleiðanda). Nauðsynlegt að útskýra tvö hugtök áður en lengra er haldið. Bíll á skrá: er bíll sem hefur verið skráður í ökutækjaskrá í umsjá Samgöngustofu (Umferðarstofu) og hefur ekki verið afskráður. Fjöldi fólksbíla á skrá eru allir fólksbílar sem eru í ökutækjaskrá. Bíll í umferð: er bíll sem er á ökutækjaskrá og er á númerum og má vera í umferð. Hægt er að taka bíl af númerum og er hann þá áfram í ökutækjaskrá en ekki þarf að greiða af honum tryggingar né flest opinber gjöld og hann er þá ekki talinn í umferð.Er bílaeign landsmanna ofmetinn? Það gefur auga leið að ef borinn er saman fjöldi bíla á skrá og fjöldi bíla í umferð getur sá samanburður orðið mjög villandi ef hátt hlutfall bíla á skrá er ekki í umferð. Á Íslandi er hlutfall fólksbíla úr umferð en á skrá um 15% að sumarlagi en um 17% að vetrarlagi. Í lok október 2013 voru t.d. 213.479 fólksbílar á skrá en um 177.276 fólksbílar í umferð. Hlutfall fólksbíla sem ekki var í umferð var 17%. Tölur um bílaeign milli landa eru gjarnan gefin upp sem fjöldi fólksbíla á hverja 1.000 íbúa og hefur Ísland verið í 2. sæti yfir mestu bílaeign í Evrópu miðað við fólksbíla á skrá. Ef reiknað er með að um 15% fólksbíla sé að jafnaði ekki í umferð síðustu ár fæst niðurstaða yfir samanburð á bílaeign eins og sýnd er á myndinni hér að neðan. Þar er sýnt yfirlit yfir fólksbíla í umferð á hverja 1.000 íbúa árið 2011 í löndum EB en fyrir Ísland er sýndur fjöldi fólksbíla á skrá og áætlaður fjöldi fólksbíla í umferð árið 2011. Árið 2011 er valið því það er síðasta ár sem tölur eru til fyrir Evrópulönd.Fólksbílaeign íslendinga var samkvæmt þessu um 550 fólksbílar á hverja 1.000 íbúa en ekki 646 fólksbílar á hverja 1.000 íbúa. Ísland var þá í 6. sæti yfir bílaeign í Evrópu árið 2011 en ekki í 2. sæti.Meðalaldur fólksbíla Samkvæmt upplýsingum ACEA (Samtök Evrópskra bílaframleiðanda) var meðalaldur fólksbíla í umferð í Evrópusambandinu 8,3 ár árið 2010 en nýrri tölur eru ekki til fyrir EB. Engar upplýsingar eru til um meðalaldur fólksbíla í umferð á Íslandi árið 2010. Hinsvegar hefur verið gefin upp meðalaldur fólksbíla á skrá og var hann 10,9 ár árið 2010 og 11,95 ár árið 2012. Þær tölur hafa verið bornar saman við meðalaldur fólksbíla i umferð í öðrum löndum. Ef meðalaldur skráðra fólksbíla sem eru ekki í umferð er hærri en meðalaldur fólksbíla sem eru í umferð er meðalaldur íslenska fólksbílaflotans ofmetin í alþjóðlegum samanburði. Gömlu bílarnir sem teknir hafa verið úr umferð og eru en á skrá geta hækkað meðalaldurinn svo um munar. Til að kanna þetta var gerð könnun á meðalaldri fólksbíla sem óku um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar milli kl. 17 og 18 dag einn í september 2013. Meðalaldur 162 fólksbíla sem óku um gatnamótin var 8,9 ár ± 0,78 ár. Samgöngustofa veitti einnig upplýsingar um meðalaldur fólksbíla í umferð í lok október 2013 og var hann 10,6 ár. Það er þá réttur meðalaldur fólksbílaflotans á Íslandi á þeim tímapunkti. Á myndinni hér að neðan er sýndur meðalaldur fólksbíla í umferð árið 2010 í nokkrum löndum EB. Fyrir Ísland er sýndur meðalaldur skráðra fólksbíla árin 2010 og 2012 og niðurstaða könnunar á meðalaldri fólksbíla í umferð í september 2013 á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og meðalaldur fólksbíla í umferð 31. okt. 2013 samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu.Þar sem upplýsingar frá þessum löndum EB eru frá árinu 2010 er ekki hægt að segja með fullkominni vissu hvar Ísland raðast í þessum samanburði. Það er þó ekki ólíklegt að meðalaldur fólksbíla í þessum löndum hafi líka hækkað eitthvað frá árinu 2010 vegna kreppunnar. Ekki er ólíklegt að meðalaldur fólksbíla á Íslandi sé svipaður og meðaltalið í þessum löndum EB um þessar mundir.Lokaorð Samanburður milli landa er oft vandasamur þar sem tölur geta verið fengnar með ýmsum hætti. Oft er gengið of langt í að bera saman ólíkar tölur milli landa og er tölfræðin um bílaeign gott dæmi um það að oft þarf að skoða hvernig tölur eru fengnar áður en þær eru bornar saman. Ekki eru öll kurl komin til grafar enn í samanburðinum á bílaeign milli landa. Sumir hafa áhyggjur af hækkandi meðalaldri fólksbílaflotans á Íslandi. Það er þó löng hefð fyrir því að endurnýjun bíla á Íslandi verði í kippum og hefur gengi krónunnar líklega mest um það að segja auk annarra efnahagslegra þátta. Síðustu ár hefur óvissa í þjóðfélaginu haft áhrif að auki. Segja má líka að ekki hafi verið mikil þörf á endurnýjun þar sem meðalaldur bíla í umferð hefur líklega verið í sögulegu lágmarki í lok síðustu bólu rétt fyrir hrun (þó meðalaldur skráðra bila hafi blekkt). Ýmislegt bendir líka til þess að bílaeign landsmanna á hverja 1.000 íbúa hafi dregist eitthvað saman og geti jafnvel minnkað en næstu ár. Almennt efnahagsástand mun þó nú sem fyrr hafa mikið að segja um hver þróunin verður.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar