Íslendingur í Úkraínu: „Það er sorg í hjörtum fólks" Hrund Þórsdóttir skrifar 23. apríl 2014 20:00 Við heræfingar sínar við úkraínsku landamærin í dag notaðist rússneski herinn við nýjan og tæknilega fullkominn útbúnað. Þá sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í morgun að umsvifalaust yrði brugðist við ef reynt yrði að brjóta gegn rússneskum hagsmunum í Úkraínu. Bandaríkjamenn hóta frekari viðskiptaþvingunum gegn Rússum og tilkynntu í gærkvöldi að 600 hermenn yrðu sendir til Póllands og Eystrasaltsríkjanna. Þeir útiloka ekki frekari viðbúnað í aðildarríkjum NATO í austanverðri Evrópu.Stefán Haukur Jóhannesson hefur verið í Kænugarði í tæpar tvær vikur, þar sem hann leiðir eftirlitssveit á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hann segir borgarbúa fylgjast grannt með og að margir vænti þess að forsetakosningarnar þann 25. maí verði vendipunktur. „Fólk er mjög slegið ennþá. Það er sorg í hjörtum fólks eftir morðin á þeim mótmælendum sem voru skotnir hérna í febrúar af leyniskyttum og mikil reiði vegna þess,“ segir Stefán. Hann segir áhrifaríkt að upplifa andrúmsloftið á Sjálfstæðistorginu, þar sem mótmælendur hafast enn við í tjaldbúðum. Á páskadag hafi þó fulltrúar helstu trúarbragða á svæðinu komið þar saman. „og skilaboðin sem komu frá þessari samkomu voru mikið um samstöðu og frið,“ segir Stefán. Hann segir fólk horfa með kvíða til atburðanna í austurhluta landsins, en mikilvægt sé að fólk tali áfram saman. „Og það er kannski eitt af því sem ÖSE getur stuðlað að, það er að byggja brýr á milli þessara afla sem eru að mótmæla og láta til sín taka,“ segir Stefán að lokum. Tengdar fréttir Komist að samkomulagi í Genf Öllum ólögmætum heraðgerðum í Úkraínu verði hætt og að allir aðskilnaðarsinnar skuli leggja niður vopn. 17. apríl 2014 16:59 Kerry hótar frekari aðgerðum gegn Rússum Enn kólnar andrúmsloftið á milli Bandaríkjamanna og Rússa vegna ástandsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrararnir John Kerry og Sergei Lavrov ræddu saman í síma í gærkvöldi þar sem Kerry lýsti miklum áhyggjum yfir því að Rússar hafi ekki gert nægilega mikið til þess að draga úr spennunni á svæðinu. 23. apríl 2014 08:22 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Við heræfingar sínar við úkraínsku landamærin í dag notaðist rússneski herinn við nýjan og tæknilega fullkominn útbúnað. Þá sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í morgun að umsvifalaust yrði brugðist við ef reynt yrði að brjóta gegn rússneskum hagsmunum í Úkraínu. Bandaríkjamenn hóta frekari viðskiptaþvingunum gegn Rússum og tilkynntu í gærkvöldi að 600 hermenn yrðu sendir til Póllands og Eystrasaltsríkjanna. Þeir útiloka ekki frekari viðbúnað í aðildarríkjum NATO í austanverðri Evrópu.Stefán Haukur Jóhannesson hefur verið í Kænugarði í tæpar tvær vikur, þar sem hann leiðir eftirlitssveit á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hann segir borgarbúa fylgjast grannt með og að margir vænti þess að forsetakosningarnar þann 25. maí verði vendipunktur. „Fólk er mjög slegið ennþá. Það er sorg í hjörtum fólks eftir morðin á þeim mótmælendum sem voru skotnir hérna í febrúar af leyniskyttum og mikil reiði vegna þess,“ segir Stefán. Hann segir áhrifaríkt að upplifa andrúmsloftið á Sjálfstæðistorginu, þar sem mótmælendur hafast enn við í tjaldbúðum. Á páskadag hafi þó fulltrúar helstu trúarbragða á svæðinu komið þar saman. „og skilaboðin sem komu frá þessari samkomu voru mikið um samstöðu og frið,“ segir Stefán. Hann segir fólk horfa með kvíða til atburðanna í austurhluta landsins, en mikilvægt sé að fólk tali áfram saman. „Og það er kannski eitt af því sem ÖSE getur stuðlað að, það er að byggja brýr á milli þessara afla sem eru að mótmæla og láta til sín taka,“ segir Stefán að lokum.
Tengdar fréttir Komist að samkomulagi í Genf Öllum ólögmætum heraðgerðum í Úkraínu verði hætt og að allir aðskilnaðarsinnar skuli leggja niður vopn. 17. apríl 2014 16:59 Kerry hótar frekari aðgerðum gegn Rússum Enn kólnar andrúmsloftið á milli Bandaríkjamanna og Rússa vegna ástandsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrararnir John Kerry og Sergei Lavrov ræddu saman í síma í gærkvöldi þar sem Kerry lýsti miklum áhyggjum yfir því að Rússar hafi ekki gert nægilega mikið til þess að draga úr spennunni á svæðinu. 23. apríl 2014 08:22 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Komist að samkomulagi í Genf Öllum ólögmætum heraðgerðum í Úkraínu verði hætt og að allir aðskilnaðarsinnar skuli leggja niður vopn. 17. apríl 2014 16:59
Kerry hótar frekari aðgerðum gegn Rússum Enn kólnar andrúmsloftið á milli Bandaríkjamanna og Rússa vegna ástandsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrararnir John Kerry og Sergei Lavrov ræddu saman í síma í gærkvöldi þar sem Kerry lýsti miklum áhyggjum yfir því að Rússar hafi ekki gert nægilega mikið til þess að draga úr spennunni á svæðinu. 23. apríl 2014 08:22