Mikilvægast að öryggi barnanna væri tryggt Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 29. apríl 2014 11:34 „Mér persónulega finnst mikilvægast að skólinn sinnti því að börnin væru örugg,“ segir Salvör. VÍSIR/VILHELM „Ég hef rætt við nokkra foreldra barna í skólanum og ég hef ekki heyrt neina óánægju,“ segir Salvör Þóra Davíðsdóttir, foreldri tveggja barna við Rimaskóla og formaður foreldrafélagsins. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í morgun bar á því að foreldrar væru ósáttir við skort á upplýsingum þegar eldur kom upp í húsum við skólann um 12 leytið í gær. „Ég sat bara og fylgdist með hverri fréttinni á fætur annarri á vefmiðlunum án þess að skólinn hefði samband. Ég er óánægð með upplýsingaleysið,“sagði móðir fyrsta árs nema við skólann. „Mér persónulega finnst mikilvægast að skólinn sinnti því að börnin væru örugg,“ segir Salvör. Í skólanum séu 580 börn sem þurfti að tryggja öryggi á sama tíma og verið var að hafa stjórn á eldinum. Upplýsingum hafi svo verið komið til foreldra um leið og ljóst var að öryggi barnanna var tryggt. Henni þykir sú gagnrýni á skólann að þeir hafi verið á eftir fjölmiðlum að greina frá málinu ósanngjörn. Blaðamenn hafi verið mættir á staðinn mjög fljótt og því hafi verið lítið svigrúm til að upplýsa foreldra áður en eldurinn komst í fréttirnar. Auk þess hafi börnin síma á sér og hafi mörg verið búin að senda myndir og upplýsingar í gegnum Facebook. Óánægja foreldra sem hún hefur rætt við snúist aðallega um að þessi hús hafi verið þarna þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir af hálfu skólans um að fjarlægja þau. Hafi þau staðið tóm í að minnsta kosti tvö ár. Þau hafi verið seld fyrir ári síðan og megi segja að þau hafi verið í niðurníðslu síðan. Húsin eru í eigu Svifflugfélags Íslands eins og fram kom í fréttum Vísis í gær. „Við keyptum þau í fyrra og ætlunin var að flytja þau upp á Sandskeið,“ segir Kristján Sveinbjörnsson, formaður félagsins. Vegagerðin, sem nú er Samgöngustofa, synjaði félaginu hins vegar um leyfi til að flytja húsin þangað. Tengdar fréttir Mikill eldur í Rimaskóla Nemendur í skólanum voru úti í frímínútum þegar eldurinn kviknaði og lagði fjöldi barna leið sína í átt að skúrnum til að fylgjast með því sem fyrir augu bar. 28. apríl 2014 11:31 Komnir með ábendingar um hvernig eldurinn kviknaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist nokkrar ábendingar um hver gæti hafa verið að verki þegar eldur kviknaði í Rimaskóla í Grafarvogi í dag. 28. apríl 2014 15:24 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
„Ég hef rætt við nokkra foreldra barna í skólanum og ég hef ekki heyrt neina óánægju,“ segir Salvör Þóra Davíðsdóttir, foreldri tveggja barna við Rimaskóla og formaður foreldrafélagsins. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í morgun bar á því að foreldrar væru ósáttir við skort á upplýsingum þegar eldur kom upp í húsum við skólann um 12 leytið í gær. „Ég sat bara og fylgdist með hverri fréttinni á fætur annarri á vefmiðlunum án þess að skólinn hefði samband. Ég er óánægð með upplýsingaleysið,“sagði móðir fyrsta árs nema við skólann. „Mér persónulega finnst mikilvægast að skólinn sinnti því að börnin væru örugg,“ segir Salvör. Í skólanum séu 580 börn sem þurfti að tryggja öryggi á sama tíma og verið var að hafa stjórn á eldinum. Upplýsingum hafi svo verið komið til foreldra um leið og ljóst var að öryggi barnanna var tryggt. Henni þykir sú gagnrýni á skólann að þeir hafi verið á eftir fjölmiðlum að greina frá málinu ósanngjörn. Blaðamenn hafi verið mættir á staðinn mjög fljótt og því hafi verið lítið svigrúm til að upplýsa foreldra áður en eldurinn komst í fréttirnar. Auk þess hafi börnin síma á sér og hafi mörg verið búin að senda myndir og upplýsingar í gegnum Facebook. Óánægja foreldra sem hún hefur rætt við snúist aðallega um að þessi hús hafi verið þarna þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir af hálfu skólans um að fjarlægja þau. Hafi þau staðið tóm í að minnsta kosti tvö ár. Þau hafi verið seld fyrir ári síðan og megi segja að þau hafi verið í niðurníðslu síðan. Húsin eru í eigu Svifflugfélags Íslands eins og fram kom í fréttum Vísis í gær. „Við keyptum þau í fyrra og ætlunin var að flytja þau upp á Sandskeið,“ segir Kristján Sveinbjörnsson, formaður félagsins. Vegagerðin, sem nú er Samgöngustofa, synjaði félaginu hins vegar um leyfi til að flytja húsin þangað.
Tengdar fréttir Mikill eldur í Rimaskóla Nemendur í skólanum voru úti í frímínútum þegar eldurinn kviknaði og lagði fjöldi barna leið sína í átt að skúrnum til að fylgjast með því sem fyrir augu bar. 28. apríl 2014 11:31 Komnir með ábendingar um hvernig eldurinn kviknaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist nokkrar ábendingar um hver gæti hafa verið að verki þegar eldur kviknaði í Rimaskóla í Grafarvogi í dag. 28. apríl 2014 15:24 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Mikill eldur í Rimaskóla Nemendur í skólanum voru úti í frímínútum þegar eldurinn kviknaði og lagði fjöldi barna leið sína í átt að skúrnum til að fylgjast með því sem fyrir augu bar. 28. apríl 2014 11:31
Komnir með ábendingar um hvernig eldurinn kviknaði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist nokkrar ábendingar um hver gæti hafa verið að verki þegar eldur kviknaði í Rimaskóla í Grafarvogi í dag. 28. apríl 2014 15:24