„Við erum algjörlega drepin í þessari frétt“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. apríl 2014 09:24 „Við erum algjörlega drepin í þessari frétt og í kommentakerfinu,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, vaktstjóri í Sorphirðu Reykjavík. Sorphirðumenn í Reykjavík eru æfir vegna fréttar sem birtist á Vísi í gær um að sorphirðumenn hefðu gert tilraun til þess að brjótast inn til Heiðars Helgusonar knattspyrnukappa og fjölskyldu hans. Átta sorphirðubílum var lagt á Miklubraut, við húsnæði 365, og þeyttu sorphirðumenn bílflautur í mótmælaskyni.Guðrún Guðmundsdóttir vaktstjóri.„Fólk segir í kommentakerfinu að við séum ótíndir glæpamenn. Einhverjir spyrja hvort þetta séu Íslendingar og eru þar með að skjóta á útlendinga. Stéttin er einfaldlega tekin af lífi og skotin ofan í svaðið og drulluskítinn,“ segir Guðrún reiðilega. Hún segir engan fót vera fyrir fréttinni. „Fréttamennskan er til háborinnar skammar. Lögreglan er hvött til að skoða fyrri innbrot með tilliti til þessa máls. Þetta er bara ekki hægt,“ segir Guðrún. „Hér var sett svokölluð fimmtán metra regla og fólk varð alveg brjálað. Hvað ef við myndum biðja fólk um að koma með ruslatunnunnurnar alveg út að lóðamörkum? Hvað yrði sagt við því?“ Í fréttinni sem vakti jafn mikla óánægju var sagt frá því að sorphirðumenn hefðu ítrekað reynt að brjóta sér leið inn á heimili knattspyrnukappans Heiðars Helgusonar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Eiginkona Heiðars varð vitni að atburðinum. Þessi meinta tilraun til innbrots var gerð um á milli klukkan eitt og tvö í gær. Mennirnir voru að störfum við sorphirðu fyrir Reykjavíkurborg. Stóðu tveir á gangstéttinni við heimili Heiðars á meðan sá þriðji var við húsið. Eiginkona Heiðars varð vitni að atburðinum samkvæmt heimildum Vísis. Sat hún í bifreið sinni og gerði lögreglu viðvart sem brást skjótt við. Þá voru mennirnir á bak og burt. Tilburðir mannanna náðust hins vegar á myndband í öryggiskerfi hússins sem lögregla skoðaði síðdegis. Sorphirðumenn hættu mótmælum um hálftíu í morgun. Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Sjá meira
„Við erum algjörlega drepin í þessari frétt og í kommentakerfinu,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, vaktstjóri í Sorphirðu Reykjavík. Sorphirðumenn í Reykjavík eru æfir vegna fréttar sem birtist á Vísi í gær um að sorphirðumenn hefðu gert tilraun til þess að brjótast inn til Heiðars Helgusonar knattspyrnukappa og fjölskyldu hans. Átta sorphirðubílum var lagt á Miklubraut, við húsnæði 365, og þeyttu sorphirðumenn bílflautur í mótmælaskyni.Guðrún Guðmundsdóttir vaktstjóri.„Fólk segir í kommentakerfinu að við séum ótíndir glæpamenn. Einhverjir spyrja hvort þetta séu Íslendingar og eru þar með að skjóta á útlendinga. Stéttin er einfaldlega tekin af lífi og skotin ofan í svaðið og drulluskítinn,“ segir Guðrún reiðilega. Hún segir engan fót vera fyrir fréttinni. „Fréttamennskan er til háborinnar skammar. Lögreglan er hvött til að skoða fyrri innbrot með tilliti til þessa máls. Þetta er bara ekki hægt,“ segir Guðrún. „Hér var sett svokölluð fimmtán metra regla og fólk varð alveg brjálað. Hvað ef við myndum biðja fólk um að koma með ruslatunnunnurnar alveg út að lóðamörkum? Hvað yrði sagt við því?“ Í fréttinni sem vakti jafn mikla óánægju var sagt frá því að sorphirðumenn hefðu ítrekað reynt að brjóta sér leið inn á heimili knattspyrnukappans Heiðars Helgusonar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Eiginkona Heiðars varð vitni að atburðinum. Þessi meinta tilraun til innbrots var gerð um á milli klukkan eitt og tvö í gær. Mennirnir voru að störfum við sorphirðu fyrir Reykjavíkurborg. Stóðu tveir á gangstéttinni við heimili Heiðars á meðan sá þriðji var við húsið. Eiginkona Heiðars varð vitni að atburðinum samkvæmt heimildum Vísis. Sat hún í bifreið sinni og gerði lögreglu viðvart sem brást skjótt við. Þá voru mennirnir á bak og burt. Tilburðir mannanna náðust hins vegar á myndband í öryggiskerfi hússins sem lögregla skoðaði síðdegis. Sorphirðumenn hættu mótmælum um hálftíu í morgun.
Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Sjá meira
Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05
Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49
Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24