Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar 10. apríl 2014 09:49 Fyrstu fréttir af málinu voru sagðar í gær. Í frétt á Vísi í gær var sagt frá því að gerð hafi verið tilraun til innbrots hjá Heiðari Helgusyni, fyrrverandi landsliðsmanni og fjölskyldu hans. Í fréttinni kemur fram að eiginkona Heiðars hafi verið vitni að atburðinum. Í fréttinni var fullyrt að hún hafi borið kennsl á meinta innbrotsþjófa og að þeir hafi verið sorphirðumenn Reykjavíkurborgar. Fréttin byggði meðal annars á Facebook-færslu vitnisins sem deilt var á netinu í gær. Venjan á Vísi er að að leita staðfestingar á heimildum og var rætt við eiginkonu Heiðars sem staðfesti frásögn sína og sagðist hafa kallað lögreglu til. Í gærkvöldi náði blaðamaður á ritstjórn einnig tali af Bjarna Brynjólfssyni, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, sem sagði að líklega byggði málið á misskilningi. Hann taldi rannsókn lögreglu leiða hið rétta í ljós en sagði jafnframt að umræddur starfsmaður hafi verið nýr í starfi og ekki þekkt til á svæðinu: „Líklega fór hann til baka til að ná í lykla og prófa þá hurð.“ Allt þetta hefur komið fram og rétt er að halda því til haga að málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Ritstjórn Vísis harmar ef fréttaflutningur af þessu máli hefur valdið misskilningi og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem fréttin kann að hafa valdið. Vitaskuld var aldrei ætlunin að þjófkenna saklaust fólk sem í þessu tilfelli eru sorphirðumenn Reykjavíkur. Í þessu samhengi má benda á að í fyrirsögn fréttarinnar felst ótímabær fullyrðing og það harmar Vísir. Sorphirðumenn Reykjavíkur eru hér með beðnir afsökunar. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis. Uppfært kl. 18.00Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða. Í spilaranum efst í fréttinni má heyra upptöku úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni frá því fyrr í dag þar sem farið er yfir málið. Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. 10. apríl 2014 17:30 „Við erum algjörlega drepin í þessari frétt“ Sorphirðumenn mótmæltu fyrir utan höfuðstöðvar 365. Þeir eru æfir vegna fréttar sem birtist um meinta innbrotstilraun sorphirðumanna inn til Heiðars Helgusonar. 10. apríl 2014 09:24 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Í frétt á Vísi í gær var sagt frá því að gerð hafi verið tilraun til innbrots hjá Heiðari Helgusyni, fyrrverandi landsliðsmanni og fjölskyldu hans. Í fréttinni kemur fram að eiginkona Heiðars hafi verið vitni að atburðinum. Í fréttinni var fullyrt að hún hafi borið kennsl á meinta innbrotsþjófa og að þeir hafi verið sorphirðumenn Reykjavíkurborgar. Fréttin byggði meðal annars á Facebook-færslu vitnisins sem deilt var á netinu í gær. Venjan á Vísi er að að leita staðfestingar á heimildum og var rætt við eiginkonu Heiðars sem staðfesti frásögn sína og sagðist hafa kallað lögreglu til. Í gærkvöldi náði blaðamaður á ritstjórn einnig tali af Bjarna Brynjólfssyni, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, sem sagði að líklega byggði málið á misskilningi. Hann taldi rannsókn lögreglu leiða hið rétta í ljós en sagði jafnframt að umræddur starfsmaður hafi verið nýr í starfi og ekki þekkt til á svæðinu: „Líklega fór hann til baka til að ná í lykla og prófa þá hurð.“ Allt þetta hefur komið fram og rétt er að halda því til haga að málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Ritstjórn Vísis harmar ef fréttaflutningur af þessu máli hefur valdið misskilningi og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem fréttin kann að hafa valdið. Vitaskuld var aldrei ætlunin að þjófkenna saklaust fólk sem í þessu tilfelli eru sorphirðumenn Reykjavíkur. Í þessu samhengi má benda á að í fyrirsögn fréttarinnar felst ótímabær fullyrðing og það harmar Vísir. Sorphirðumenn Reykjavíkur eru hér með beðnir afsökunar. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis. Uppfært kl. 18.00Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða. Í spilaranum efst í fréttinni má heyra upptöku úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni frá því fyrr í dag þar sem farið er yfir málið.
Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. 10. apríl 2014 17:30 „Við erum algjörlega drepin í þessari frétt“ Sorphirðumenn mótmæltu fyrir utan höfuðstöðvar 365. Þeir eru æfir vegna fréttar sem birtist um meinta innbrotstilraun sorphirðumanna inn til Heiðars Helgusonar. 10. apríl 2014 09:24 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05
Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. 10. apríl 2014 17:30
„Við erum algjörlega drepin í þessari frétt“ Sorphirðumenn mótmæltu fyrir utan höfuðstöðvar 365. Þeir eru æfir vegna fréttar sem birtist um meinta innbrotstilraun sorphirðumanna inn til Heiðars Helgusonar. 10. apríl 2014 09:24
Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24