Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar 10. apríl 2014 09:49 Fyrstu fréttir af málinu voru sagðar í gær. Í frétt á Vísi í gær var sagt frá því að gerð hafi verið tilraun til innbrots hjá Heiðari Helgusyni, fyrrverandi landsliðsmanni og fjölskyldu hans. Í fréttinni kemur fram að eiginkona Heiðars hafi verið vitni að atburðinum. Í fréttinni var fullyrt að hún hafi borið kennsl á meinta innbrotsþjófa og að þeir hafi verið sorphirðumenn Reykjavíkurborgar. Fréttin byggði meðal annars á Facebook-færslu vitnisins sem deilt var á netinu í gær. Venjan á Vísi er að að leita staðfestingar á heimildum og var rætt við eiginkonu Heiðars sem staðfesti frásögn sína og sagðist hafa kallað lögreglu til. Í gærkvöldi náði blaðamaður á ritstjórn einnig tali af Bjarna Brynjólfssyni, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, sem sagði að líklega byggði málið á misskilningi. Hann taldi rannsókn lögreglu leiða hið rétta í ljós en sagði jafnframt að umræddur starfsmaður hafi verið nýr í starfi og ekki þekkt til á svæðinu: „Líklega fór hann til baka til að ná í lykla og prófa þá hurð.“ Allt þetta hefur komið fram og rétt er að halda því til haga að málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Ritstjórn Vísis harmar ef fréttaflutningur af þessu máli hefur valdið misskilningi og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem fréttin kann að hafa valdið. Vitaskuld var aldrei ætlunin að þjófkenna saklaust fólk sem í þessu tilfelli eru sorphirðumenn Reykjavíkur. Í þessu samhengi má benda á að í fyrirsögn fréttarinnar felst ótímabær fullyrðing og það harmar Vísir. Sorphirðumenn Reykjavíkur eru hér með beðnir afsökunar. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis. Uppfært kl. 18.00Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða. Í spilaranum efst í fréttinni má heyra upptöku úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni frá því fyrr í dag þar sem farið er yfir málið. Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. 10. apríl 2014 17:30 „Við erum algjörlega drepin í þessari frétt“ Sorphirðumenn mótmæltu fyrir utan höfuðstöðvar 365. Þeir eru æfir vegna fréttar sem birtist um meinta innbrotstilraun sorphirðumanna inn til Heiðars Helgusonar. 10. apríl 2014 09:24 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Í frétt á Vísi í gær var sagt frá því að gerð hafi verið tilraun til innbrots hjá Heiðari Helgusyni, fyrrverandi landsliðsmanni og fjölskyldu hans. Í fréttinni kemur fram að eiginkona Heiðars hafi verið vitni að atburðinum. Í fréttinni var fullyrt að hún hafi borið kennsl á meinta innbrotsþjófa og að þeir hafi verið sorphirðumenn Reykjavíkurborgar. Fréttin byggði meðal annars á Facebook-færslu vitnisins sem deilt var á netinu í gær. Venjan á Vísi er að að leita staðfestingar á heimildum og var rætt við eiginkonu Heiðars sem staðfesti frásögn sína og sagðist hafa kallað lögreglu til. Í gærkvöldi náði blaðamaður á ritstjórn einnig tali af Bjarna Brynjólfssyni, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, sem sagði að líklega byggði málið á misskilningi. Hann taldi rannsókn lögreglu leiða hið rétta í ljós en sagði jafnframt að umræddur starfsmaður hafi verið nýr í starfi og ekki þekkt til á svæðinu: „Líklega fór hann til baka til að ná í lykla og prófa þá hurð.“ Allt þetta hefur komið fram og rétt er að halda því til haga að málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Ritstjórn Vísis harmar ef fréttaflutningur af þessu máli hefur valdið misskilningi og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem fréttin kann að hafa valdið. Vitaskuld var aldrei ætlunin að þjófkenna saklaust fólk sem í þessu tilfelli eru sorphirðumenn Reykjavíkur. Í þessu samhengi má benda á að í fyrirsögn fréttarinnar felst ótímabær fullyrðing og það harmar Vísir. Sorphirðumenn Reykjavíkur eru hér með beðnir afsökunar. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis. Uppfært kl. 18.00Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða. Í spilaranum efst í fréttinni má heyra upptöku úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni frá því fyrr í dag þar sem farið er yfir málið.
Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. 10. apríl 2014 17:30 „Við erum algjörlega drepin í þessari frétt“ Sorphirðumenn mótmæltu fyrir utan höfuðstöðvar 365. Þeir eru æfir vegna fréttar sem birtist um meinta innbrotstilraun sorphirðumanna inn til Heiðars Helgusonar. 10. apríl 2014 09:24 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05
Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. 10. apríl 2014 17:30
„Við erum algjörlega drepin í þessari frétt“ Sorphirðumenn mótmæltu fyrir utan höfuðstöðvar 365. Þeir eru æfir vegna fréttar sem birtist um meinta innbrotstilraun sorphirðumanna inn til Heiðars Helgusonar. 10. apríl 2014 09:24
Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24