Innlent

Íslensk stúlka í sjónvarpsþætti BBC

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Tökulið BBC gerði sjónvarpsþátt um fimmtán ára gamla íslenska stúlku í lok síðasta árs. Hún var valin til að taka þátt í verkefni sem ætlað er að endurspegla stöðu kvenna úr ólíkum menningarheimum og álit þeirra á jafnréttisbaráttu.

Vigdís Kristjánsdóttir er í tíunda bekk í Réttarholtsskóla. Í október í fyrra kom tökulið breska ríkisútvarpssins BBC hingað til lands til að fylgja henni eftir í fjóra daga, en hún var valin úr hópi íslenskra stúlkna til að taka þátt.

„Þau fylgdu mér í skólann, á æfingu og voru svo með mér hérna heima líka. Þetta var rosalega gaman en líka soldið skrítið. Aðallega bara gaman samt,“ segir Vigdís.

Vigdísi var svo boðið ráðstefnu í New York á vegum kvennanefnda Sameinuðu þjóðanna í byrjun apríl. Þar hitti hún í fyrsta sinn hinar stúlkurnar sem fylgt var eftir og teknir voru upp bæði sjónvarps - og útvarpsþáttur í tengslum við verkefnið. 

„Þetta var það skemmtilegasta við allt saman. Það var svo magnað að kynnast hinum stelpunum og sjá hversu ólíkar við vorum allar. Ég hugsaði bara að ég væri alveg rosalega heppin að búa á Íslandi þó svo að hér sé ekki allt fullkomið,“ segir Vigdís.

Vigdís hefur líklega ekki alveg sagt skilið við BBC, en tökuliðið stefnir á að skyggnast aftur inn í líf hennar eftir tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×