„Ætlarðu svo að reyna að taka kredit fyrir það að mér gangi vel í tónlistinni í dag?“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 14. apríl 2014 11:28 Snæbjörn tekur fram að hann hafi ekkert út á hinn almenna Húsvíking að setja. vísir/stefán/getty „Hættið að eyðileggja samfélagið með þröngsýni, frekju, valdníðslu og fávitagangi,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar og meðlimur Ljótu hálfvitanna, um bæjaryfirvöld á Húsavík í hvössum pistli sem hann sendi frá sér í gær. Kveikjan að pistlinum var umræða um deiliskipulag bæjarins og rifjar Snæbjörn upp þær fjölmörgu hindranir sem hann mætti í bænum þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni, þá sem meðlimur pönksveitarinnar Innvortis. „Eftir að við sögðum skilið við bílskúrinn reyndist það okkur eilífur höfuðverkur að fá æfingahúsnæði. Við fengum reyndar inni í félagsmiðstöðinni um tíma, en þegar því sleppti þurftum við að leita fyrir okkur annars staðar. Við vorum til í að borga það sem við hefðum getað borgað, við áttum tækin okkar sjálfir og vorum engir fávitar. En við komum víðast að lokuðum dyrum og því miður var það svo að fólkið sem einhverju stjórnaði gerði markvisst í því að vinna gegn okkur,“ skrifar Snæbjörn.„Helvítis maðurinn þinn!“ Skálmöld nýtur mikilla vinsælda þrátt fyrir að spila níðþungt rokk og fékk sveitin til dæmis gullplötu fyrir síðustu breiðskífu sína, Börn loka. Þá vann sveitin til verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum sem afhent voru fyrir skömmu. Snæbjörn segir að sér þyki vænt um það þegar Húsvíkingar segjast ánægðir með velgengni hans á tónlistarsviðinu. „Það sem mér þykir ekki vænt um, en gerist lygilega oft, er þegar fólk vogar sér að halda því fram að við eigum baklandinu á Húsavík þetta allt saman að þakka.“ Snæbjörn segir góðan anda í bænum og heilmargt skemmtilegt að gerast.Snæbjörn (t.h.) ásamt Baldri, bróður sínum og félaga í Skálmöld. Sveitin sýnir um þessar mundir verkið Baldur á fjölum Borgarleikhússins.vísir/vilhelm„En að mér eldra fólk skuli voga sér að horfa í augun á mér og fullyrða að við höfum náð svo og svo langt vegna þess að hér höfum við alist upp, það er kjaftæði, dónaskapur og óþolandi. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan ég horfði beint framan í áhrifamikinn Húsvíking sem nánast missti sig af fögnuði yfir því hversu oft við rötuðum í fréttir og hversu duglegir við værum þá að nefna Húsavík og norðurlandið. Hann vildi að auki meina að við skyldum reyna að flytja okkur norður og hafa bækistöðvar á æskuslóðunum.“ Snæbjörn spyr hvernig hljómsveitirnar eigi að fara að því. „Við getum hvergi verið, það er staðreynd. Og svo virðist þú, herra minn, vera búinn að gleyma þeirri stund fyrir 20 árum þegar ég kom til þín á fund og grátbað þig um litla kytru hvar við félagarnir, ég, Aggi, Billi og Böbbi, gætum æft. Við vorum nefnilega með lítið tónlistarpródjekt í gangi. Þú sagðir bara nei. Þú sagðir ekkert meira, bara hreint nei án þessa að hafa snefil af áhuga á að aðstoða og hjálpa. Og ætlarðu svo að reyna að taka kredit fyrir það að mér gangi vel í tónlistinni í dag? Helvítis maðurinn þinn! Það er hreint og beint ógeðslegt að hafa sett sig á háan hest og talað niður til mín þegar ég var ungur að þreifa fyrir mér og vantaði hjálp, og ætla svo að sleikja sig upp við mig nú þegar ég er oftar í fjölmiðlum en þú. Og eitt enn: Ertu þá búinn að redda þessu síðan? Gæti ég æft einhversstaðar núna? Ég sagði þetta auðvitað ekkert upphátt, enda hefði hann ekki orðið neitt minni fáviti við það, og ég örugglega aðeins meiri. En þið skiljið hvert ég er að fara.“Gaman að vera frá Húsavík Í samtali við Vísi segist Snæbjörn lengi hafa ætlað að koma hugleiðingunum frá sér. „Kveikjan núna er veitingastaður sem búinn er að vera starfræktur tvö sumur á Húsavík og heimamenn eru agalega ánægðir með. Núna á að taka hann af lífi með einhverju eyðublaði sem kallast deiliskipulag. Staðurinn er í húsnæði sem er ekki samþykkt eða eitthvað svoleiðis. En í staðinn fyrir að finna lausn á vandamálinu á bara að drepa þetta af því að einhver kúlupenninn var búinn að setja eitthvað á blað.“ Snæbjörn tekur þó fram að hann hafi ekkert út á hinn almenna bæjarbúa að setja. „Það er gaman að vera frá Húsavík þegar maður er í hljómsveit. Bæjarbúar eru stoltir og styðja við mann. En þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um þetta viðmót að teygja sig aldrei skrefinu lengra til að gera eitthvað skemmtilegt. Að vilja ekki reyna að redda þessu þó að einhver rykfallinn kall í frakka hafi fundið eitthvað gamalt eyðublað sem bannar þetta.“ Post by Snæbjörn Ragnarsson. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
„Hættið að eyðileggja samfélagið með þröngsýni, frekju, valdníðslu og fávitagangi,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar og meðlimur Ljótu hálfvitanna, um bæjaryfirvöld á Húsavík í hvössum pistli sem hann sendi frá sér í gær. Kveikjan að pistlinum var umræða um deiliskipulag bæjarins og rifjar Snæbjörn upp þær fjölmörgu hindranir sem hann mætti í bænum þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni, þá sem meðlimur pönksveitarinnar Innvortis. „Eftir að við sögðum skilið við bílskúrinn reyndist það okkur eilífur höfuðverkur að fá æfingahúsnæði. Við fengum reyndar inni í félagsmiðstöðinni um tíma, en þegar því sleppti þurftum við að leita fyrir okkur annars staðar. Við vorum til í að borga það sem við hefðum getað borgað, við áttum tækin okkar sjálfir og vorum engir fávitar. En við komum víðast að lokuðum dyrum og því miður var það svo að fólkið sem einhverju stjórnaði gerði markvisst í því að vinna gegn okkur,“ skrifar Snæbjörn.„Helvítis maðurinn þinn!“ Skálmöld nýtur mikilla vinsælda þrátt fyrir að spila níðþungt rokk og fékk sveitin til dæmis gullplötu fyrir síðustu breiðskífu sína, Börn loka. Þá vann sveitin til verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum sem afhent voru fyrir skömmu. Snæbjörn segir að sér þyki vænt um það þegar Húsvíkingar segjast ánægðir með velgengni hans á tónlistarsviðinu. „Það sem mér þykir ekki vænt um, en gerist lygilega oft, er þegar fólk vogar sér að halda því fram að við eigum baklandinu á Húsavík þetta allt saman að þakka.“ Snæbjörn segir góðan anda í bænum og heilmargt skemmtilegt að gerast.Snæbjörn (t.h.) ásamt Baldri, bróður sínum og félaga í Skálmöld. Sveitin sýnir um þessar mundir verkið Baldur á fjölum Borgarleikhússins.vísir/vilhelm„En að mér eldra fólk skuli voga sér að horfa í augun á mér og fullyrða að við höfum náð svo og svo langt vegna þess að hér höfum við alist upp, það er kjaftæði, dónaskapur og óþolandi. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan ég horfði beint framan í áhrifamikinn Húsvíking sem nánast missti sig af fögnuði yfir því hversu oft við rötuðum í fréttir og hversu duglegir við værum þá að nefna Húsavík og norðurlandið. Hann vildi að auki meina að við skyldum reyna að flytja okkur norður og hafa bækistöðvar á æskuslóðunum.“ Snæbjörn spyr hvernig hljómsveitirnar eigi að fara að því. „Við getum hvergi verið, það er staðreynd. Og svo virðist þú, herra minn, vera búinn að gleyma þeirri stund fyrir 20 árum þegar ég kom til þín á fund og grátbað þig um litla kytru hvar við félagarnir, ég, Aggi, Billi og Böbbi, gætum æft. Við vorum nefnilega með lítið tónlistarpródjekt í gangi. Þú sagðir bara nei. Þú sagðir ekkert meira, bara hreint nei án þessa að hafa snefil af áhuga á að aðstoða og hjálpa. Og ætlarðu svo að reyna að taka kredit fyrir það að mér gangi vel í tónlistinni í dag? Helvítis maðurinn þinn! Það er hreint og beint ógeðslegt að hafa sett sig á háan hest og talað niður til mín þegar ég var ungur að þreifa fyrir mér og vantaði hjálp, og ætla svo að sleikja sig upp við mig nú þegar ég er oftar í fjölmiðlum en þú. Og eitt enn: Ertu þá búinn að redda þessu síðan? Gæti ég æft einhversstaðar núna? Ég sagði þetta auðvitað ekkert upphátt, enda hefði hann ekki orðið neitt minni fáviti við það, og ég örugglega aðeins meiri. En þið skiljið hvert ég er að fara.“Gaman að vera frá Húsavík Í samtali við Vísi segist Snæbjörn lengi hafa ætlað að koma hugleiðingunum frá sér. „Kveikjan núna er veitingastaður sem búinn er að vera starfræktur tvö sumur á Húsavík og heimamenn eru agalega ánægðir með. Núna á að taka hann af lífi með einhverju eyðublaði sem kallast deiliskipulag. Staðurinn er í húsnæði sem er ekki samþykkt eða eitthvað svoleiðis. En í staðinn fyrir að finna lausn á vandamálinu á bara að drepa þetta af því að einhver kúlupenninn var búinn að setja eitthvað á blað.“ Snæbjörn tekur þó fram að hann hafi ekkert út á hinn almenna bæjarbúa að setja. „Það er gaman að vera frá Húsavík þegar maður er í hljómsveit. Bæjarbúar eru stoltir og styðja við mann. En þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um þetta viðmót að teygja sig aldrei skrefinu lengra til að gera eitthvað skemmtilegt. Að vilja ekki reyna að redda þessu þó að einhver rykfallinn kall í frakka hafi fundið eitthvað gamalt eyðublað sem bannar þetta.“ Post by Snæbjörn Ragnarsson.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira