Lífið

Eyðilagði símann í Bláa lóninu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Ég fór í Bláa lónið með systur minni. Ég hélt að hulstrið á iPhone-inum mínum væri vatnshelt en síminn hætti að virka. Ég fór með hann í símaverslun og fékk annan síma að láni. Íslendingar eru svo hjálpsamir,“ segir YouTube-stjarnan iJustine í samtali við Vísi. 

Hún lenti í því óheppilega atviki að eyðileggja iPhone-síma sinn í Bláa lóninu en iJustine er hér á landi með systur sinni Jennu í kynningarherferð fyrir myndina The Secret Life of Walter Mitty.

iJustine og Jenna fara af landi brott á morgun en í gær heilsuðu þær uppá aðdáendur sína í Smáralind og talið er að um fjögur hundruð manns hafi mætt til að berja þær augum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.