„Það þarf miklu meira en eina litla frétt til að hafa langvarandi áhrif“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 14. apríl 2014 17:02 Harpa Dís fékk aðra stúlku til að standa vörð á meðan hún sótti hjálp frá barþjóni staðarins og öðru starfsfólki. vísir/getty „Það þarf miklu meira en eina litla frétt til að hafa langvarandi áhrif,“ segir Harpa Dís Hrefnudóttir, en hún, ásamt öðrum, kom stúlku til bjargar á skemmtistaðnum Bar 11 um helgina sem hún telur að hafi verið byrlað ólyfjan. „Ég lenti í þessu sjálf fyrir nokkrum árum og það var augljóst að það var eitthvað að,“ segir Harpa Dís og lýsir því í samtali við Vísi hvernig ástand stúlkunnar virtist versna hratt. „Ég fylgdist með henni og hvort það væri einhver í kringum hana sem þekkti hana, sem virtist ekki vera.“ Harpa Dís sagði frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook og fjallaði DV um málið í gær. Harpa Dís segir í færslunni að karlmaður hafi reynt að draga stúlkuna út af staðnum. „Ég tróð mér að henni og komst að því að þetta væri ekki kærasti hennar sem var að reyna að bera hana út, og að hún þekkti hann ekki. Vinir hans stóðu í kringum borðið og horfðu á.“ Harpa Dís fékk aðra stúlku til að standa vörð á meðan hún sótti hjálp frá barþjóni staðarins og öðru starfsfólki. „Á þessu korteri fór hún frá því að geta myndað orð yfir í að vera algjörlega meðvitundarlaus. Það sem kom mér mest á óvart var allt fólkið sem gekk framhjá henni, horfðu á þetta ástand. Sumir spurðu hvort að við, fólkið í kringum hana, þekktum hana, en þegar við svöruðum því neitandi hélt fólkið bara áfram sínu djammi.“ Í samtali við Vísi segir Harpa Dís að dyravörðurinn hafi verið vinur stúlkunnar og að hann hafi komið henni í traustar hendur. Aðspurð um viðbrögðin við stöðuuppfærslunni segir Harpa að þau hafi verið mikil. „Mér finnst asnalegt að segja þetta en fólk er að kalla mig hetju. Mér finnst þetta bara svo sjálfsagt.“Össur Hafþórsson, eigandi Bar 11, segir í samtali við Vísi að mikilvægt sé að halda umræðunni á lofti um atvik á borð við þetta. „Það er sorglegt að þetta skuli vera svona en við ætlum að vera virkilega vakandi. Og við hvetjum aðra skemmtistaði, bari og þá sem eru úti á lífinu að huga að þeim sem eru ekki með rænu. Við verðum öll að vera á varðbergi og það þýðir ekki að gera ráð fyrir því að næsti maður geri eitthvað.“Auk stöðuuppfærslunnar deildi Harpa Dís þessu áhugaverða myndbandi þar sem leikarar kanna viðbrögð almennings þegar ókunnugur maður reynir að draga ofurölvi konu með sér út af staðnum. Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
„Það þarf miklu meira en eina litla frétt til að hafa langvarandi áhrif,“ segir Harpa Dís Hrefnudóttir, en hún, ásamt öðrum, kom stúlku til bjargar á skemmtistaðnum Bar 11 um helgina sem hún telur að hafi verið byrlað ólyfjan. „Ég lenti í þessu sjálf fyrir nokkrum árum og það var augljóst að það var eitthvað að,“ segir Harpa Dís og lýsir því í samtali við Vísi hvernig ástand stúlkunnar virtist versna hratt. „Ég fylgdist með henni og hvort það væri einhver í kringum hana sem þekkti hana, sem virtist ekki vera.“ Harpa Dís sagði frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook og fjallaði DV um málið í gær. Harpa Dís segir í færslunni að karlmaður hafi reynt að draga stúlkuna út af staðnum. „Ég tróð mér að henni og komst að því að þetta væri ekki kærasti hennar sem var að reyna að bera hana út, og að hún þekkti hann ekki. Vinir hans stóðu í kringum borðið og horfðu á.“ Harpa Dís fékk aðra stúlku til að standa vörð á meðan hún sótti hjálp frá barþjóni staðarins og öðru starfsfólki. „Á þessu korteri fór hún frá því að geta myndað orð yfir í að vera algjörlega meðvitundarlaus. Það sem kom mér mest á óvart var allt fólkið sem gekk framhjá henni, horfðu á þetta ástand. Sumir spurðu hvort að við, fólkið í kringum hana, þekktum hana, en þegar við svöruðum því neitandi hélt fólkið bara áfram sínu djammi.“ Í samtali við Vísi segir Harpa Dís að dyravörðurinn hafi verið vinur stúlkunnar og að hann hafi komið henni í traustar hendur. Aðspurð um viðbrögðin við stöðuuppfærslunni segir Harpa að þau hafi verið mikil. „Mér finnst asnalegt að segja þetta en fólk er að kalla mig hetju. Mér finnst þetta bara svo sjálfsagt.“Össur Hafþórsson, eigandi Bar 11, segir í samtali við Vísi að mikilvægt sé að halda umræðunni á lofti um atvik á borð við þetta. „Það er sorglegt að þetta skuli vera svona en við ætlum að vera virkilega vakandi. Og við hvetjum aðra skemmtistaði, bari og þá sem eru úti á lífinu að huga að þeim sem eru ekki með rænu. Við verðum öll að vera á varðbergi og það þýðir ekki að gera ráð fyrir því að næsti maður geri eitthvað.“Auk stöðuuppfærslunnar deildi Harpa Dís þessu áhugaverða myndbandi þar sem leikarar kanna viðbrögð almennings þegar ókunnugur maður reynir að draga ofurölvi konu með sér út af staðnum.
Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira