Innlent

Hálka og krap á fjallvegum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Róbert Reynisson
Hálka og krapi eru víða á fjallvegum norðvestanlands og þar sem Veðurstofan spáir stormi, eða meira en 20 metrum á sekúndu á þessum slóðum og á hálendinu eitthvað fram á daginn, geta akstursskilyrði verið varasöm.

Það er líka víða hálka á fjallvegum norðan- og norðaustanlands, en nokkurra stiga hiti er á láglendi um allt land.

Frá og með deginum í dag, 15.apríl, er óheimilt að aka á negldum vetrardekkjum en lögreglulmenn um allt land taka vægt á því fyrstu dagana og jafnvel vikurnar, allt eftir aðstæðum.

En þegar kemur fram í maí, er fimm þúsund króna sekt við hverju negldu dekki undir bílnum.  Vegagerðin ítrekar að akstursbann sé á hálendinu þar sem frost er að fara úr jörðu . Bannið er til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum og náttúru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×