„Ekki stórfrétt þótt nokkrar vinnustofur séu starfræktar í gömlum verbúðum“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2014 13:45 Snæbjörn segist hafa verið sakaður um að tala Húsavík niður. vísir/gva Tónlistarmaðurinn Snæbjörn Ragnarsson, kenndur meðal annars við hljómsveitirnar Skálmöld og Ljótu hálfvitana, segir viðbrögð ráðamanna á Húsavík við pistli sínum um stöðu menningarmála í bænum hafa verið öfgafull. Meðal annars hafði meðlimur bæjarstjórnar Húsavíkur samband við hann í spjallkerfi Facebook. „Ég veit ekki alveg með það allt saman, hvort ég á að kalla þau viðbrögð hættuleg eða krúttleg,“ segir Snæbjörn í nýjum pistli sem hann birti í dag. „Meðlimur í bæjarstjórn Húsavíkur sá sig til að mynda knúinn til að ræða málin við mig yfir Facebook-spjallið og sendi mér allskonar hlekki og skjöl til að benda mér á það sem er í deiglunni á sviði menningar og mannlífs, efni sem mér sýnist í fljótu bragði að hafi verið uppistaðan í grein sem birtist á Vísi í gær.“ Í nýja pistlinum segist Snæbjörn taka því fagnandi og hann viti vel að margt sé gott að gerast á Húsavík. „Ég var bara ekkert að tala um það, ég var að tala um það sem þarf að gera betur. Þegar ég bar þá hugleiðingu upp við hann hvort þessi jákvæðu viðbrögð við skrifum mínum gætu ekki bent til þess að fólk væri sammála mér velti hann því upp að ástæðan gæti allt eins verið sú að almenningur vissi ekki betur. Jahá. Þetta er svolítið svakalegur hugsunarháttur finnst mér. Ef einhver gagnrýnir eða er ósammála, er það þá vegna þessa að hann eða hún veit ekki betur? Helvíti ertu þá að setja þig á háan hest.“ Snæbjörn segir greinina á Vísi sennilega hafa verið hugsaða sem einhvers konar andsvar við skrifum sínum og því sem þau ollu, en hún sé það alls ekki. „Árið er 2014 og við erum að tala um samfélag sem í allt telur nokkur þúsund manns. Það á ekki að vera stórfrétt þótt nokkrar vinnustofur séu starfræktar í gömlum verbúðum.“„Menn veifa bara þessu helvítis deiliskipulagi“ Snæbjörn segir ónauðsynlegt að blása upp sögur af því sem verið sé að gera í menningarmálum Húsavíkur og að tala um að listafólk „fái inni“ eins og fyrirsögn Vísis orðaði það. Þó er rétt að taka það fram að fyrirsögn Vísis var smíði blaðamanns og var ekki tekin úr tilkynningu menningarsviðs Norðurþings, sem fréttin var unnin eftir. „Kjallaraherbergi með gítarmagnara og trommusetti er ekki æfingahúsnæði, sér í lagi þegar bílskúrsböndin fá hvergi aðstöðu eða hjálp við að halda tónleika til að sýna afraksturinn af því sem gerist á æfingunum, skrifar Snæbjörn. „Og aftur og enn vil ég ítreka að það sem nú þegar er gert er allt af hinu góða. Það er bara svo langt frá því að vera nóg. Þetta kostar auðvitað allt saman alveg helling og ég er ekki sérfræðingur í peningamálum og fjárveitingum. Ég veit bara að það er búið að búa til annan fótboltavöll. Fyrst það er búið hljótum við að geta sett menninguna næst á dagskrá.“ Snæbjörn segist hafa verið sakaður um það í athugasemdaþræði að tala Húsavík niður og taka það sem vel væri gert og draga niður í svaðið. „Ég vona að ég sé búinn að koma því þokkalega frá mér að það er ekki tilgangurinn, og það vil ég ekki. Ég hnaut hinsvegar sérstaklega um þetta orðalag í ljósi þess sem kveikti þessa umræðu alla, umræðan um veitingastaðinn Pallinn. Ánægjan með staðinn og stemninguna kringum hann hefur verið svo til einróma á þá leið að um sé að ræða frábæra viðbót við bæinn og mannlífið. Ofan á það hefur staðurinn fengið athygli utan frá, bæði innanlands og utan, og hefur hreinlega skapað sér sjaldséða sérstöðu. Og þar sem staðurinn er rekinn frá Húsavík skapar það bænum líka ákveðna sérstöðu. Og þetta virðast allir vera sammála um. Engu að síður virðast ráðamenn alls ekki ætla að taka skrefið í átt þess að leysa þessa flækju sem upp er komin til þess að Pallurinn geti starfað áfram. Menn veifa bara þessu helvítis deiliskipulagi eins og það sé ófrávíkjanlegur og heilagur sannleikur útbúinn af æðri máttarvöldum. Ef þú spyrð mig þá er það þetta sem ég kalla að draga hluti niður í svaðið.“ Post by Snæbjörn Ragnarsson. Tengdar fréttir Listamenn á Húsavík fá inni í verbúðunum „Tilgangurinn með samningnum er að lífga upp á mannlíf á svæðinu og styðja við menningu og skapandi greinar,“ segir í tilkynningu frá menningarsviði Norðurþings. 15. apríl 2014 11:33 Spurt er „störfin eða deiliskipulagið – hvort er mikilvægara“? Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants (GG) ritaði grein í síðasta tölublað Skarps. Ég tel ástæðu til að svara henni að nokkru og hefst nú svarið. 14. apríl 2014 14:45 „Ætlarðu svo að reyna að taka kredit fyrir það að mér gangi vel í tónlistinni í dag?“ Snæbjörn Ragnarsson tónlistarmaður vandar bæjaryfirvöldum á Húsavík ekki kveðjurnar. 14. apríl 2014 11:28 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Snæbjörn Ragnarsson, kenndur meðal annars við hljómsveitirnar Skálmöld og Ljótu hálfvitana, segir viðbrögð ráðamanna á Húsavík við pistli sínum um stöðu menningarmála í bænum hafa verið öfgafull. Meðal annars hafði meðlimur bæjarstjórnar Húsavíkur samband við hann í spjallkerfi Facebook. „Ég veit ekki alveg með það allt saman, hvort ég á að kalla þau viðbrögð hættuleg eða krúttleg,“ segir Snæbjörn í nýjum pistli sem hann birti í dag. „Meðlimur í bæjarstjórn Húsavíkur sá sig til að mynda knúinn til að ræða málin við mig yfir Facebook-spjallið og sendi mér allskonar hlekki og skjöl til að benda mér á það sem er í deiglunni á sviði menningar og mannlífs, efni sem mér sýnist í fljótu bragði að hafi verið uppistaðan í grein sem birtist á Vísi í gær.“ Í nýja pistlinum segist Snæbjörn taka því fagnandi og hann viti vel að margt sé gott að gerast á Húsavík. „Ég var bara ekkert að tala um það, ég var að tala um það sem þarf að gera betur. Þegar ég bar þá hugleiðingu upp við hann hvort þessi jákvæðu viðbrögð við skrifum mínum gætu ekki bent til þess að fólk væri sammála mér velti hann því upp að ástæðan gæti allt eins verið sú að almenningur vissi ekki betur. Jahá. Þetta er svolítið svakalegur hugsunarháttur finnst mér. Ef einhver gagnrýnir eða er ósammála, er það þá vegna þessa að hann eða hún veit ekki betur? Helvíti ertu þá að setja þig á háan hest.“ Snæbjörn segir greinina á Vísi sennilega hafa verið hugsaða sem einhvers konar andsvar við skrifum sínum og því sem þau ollu, en hún sé það alls ekki. „Árið er 2014 og við erum að tala um samfélag sem í allt telur nokkur þúsund manns. Það á ekki að vera stórfrétt þótt nokkrar vinnustofur séu starfræktar í gömlum verbúðum.“„Menn veifa bara þessu helvítis deiliskipulagi“ Snæbjörn segir ónauðsynlegt að blása upp sögur af því sem verið sé að gera í menningarmálum Húsavíkur og að tala um að listafólk „fái inni“ eins og fyrirsögn Vísis orðaði það. Þó er rétt að taka það fram að fyrirsögn Vísis var smíði blaðamanns og var ekki tekin úr tilkynningu menningarsviðs Norðurþings, sem fréttin var unnin eftir. „Kjallaraherbergi með gítarmagnara og trommusetti er ekki æfingahúsnæði, sér í lagi þegar bílskúrsböndin fá hvergi aðstöðu eða hjálp við að halda tónleika til að sýna afraksturinn af því sem gerist á æfingunum, skrifar Snæbjörn. „Og aftur og enn vil ég ítreka að það sem nú þegar er gert er allt af hinu góða. Það er bara svo langt frá því að vera nóg. Þetta kostar auðvitað allt saman alveg helling og ég er ekki sérfræðingur í peningamálum og fjárveitingum. Ég veit bara að það er búið að búa til annan fótboltavöll. Fyrst það er búið hljótum við að geta sett menninguna næst á dagskrá.“ Snæbjörn segist hafa verið sakaður um það í athugasemdaþræði að tala Húsavík niður og taka það sem vel væri gert og draga niður í svaðið. „Ég vona að ég sé búinn að koma því þokkalega frá mér að það er ekki tilgangurinn, og það vil ég ekki. Ég hnaut hinsvegar sérstaklega um þetta orðalag í ljósi þess sem kveikti þessa umræðu alla, umræðan um veitingastaðinn Pallinn. Ánægjan með staðinn og stemninguna kringum hann hefur verið svo til einróma á þá leið að um sé að ræða frábæra viðbót við bæinn og mannlífið. Ofan á það hefur staðurinn fengið athygli utan frá, bæði innanlands og utan, og hefur hreinlega skapað sér sjaldséða sérstöðu. Og þar sem staðurinn er rekinn frá Húsavík skapar það bænum líka ákveðna sérstöðu. Og þetta virðast allir vera sammála um. Engu að síður virðast ráðamenn alls ekki ætla að taka skrefið í átt þess að leysa þessa flækju sem upp er komin til þess að Pallurinn geti starfað áfram. Menn veifa bara þessu helvítis deiliskipulagi eins og það sé ófrávíkjanlegur og heilagur sannleikur útbúinn af æðri máttarvöldum. Ef þú spyrð mig þá er það þetta sem ég kalla að draga hluti niður í svaðið.“ Post by Snæbjörn Ragnarsson.
Tengdar fréttir Listamenn á Húsavík fá inni í verbúðunum „Tilgangurinn með samningnum er að lífga upp á mannlíf á svæðinu og styðja við menningu og skapandi greinar,“ segir í tilkynningu frá menningarsviði Norðurþings. 15. apríl 2014 11:33 Spurt er „störfin eða deiliskipulagið – hvort er mikilvægara“? Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants (GG) ritaði grein í síðasta tölublað Skarps. Ég tel ástæðu til að svara henni að nokkru og hefst nú svarið. 14. apríl 2014 14:45 „Ætlarðu svo að reyna að taka kredit fyrir það að mér gangi vel í tónlistinni í dag?“ Snæbjörn Ragnarsson tónlistarmaður vandar bæjaryfirvöldum á Húsavík ekki kveðjurnar. 14. apríl 2014 11:28 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
Listamenn á Húsavík fá inni í verbúðunum „Tilgangurinn með samningnum er að lífga upp á mannlíf á svæðinu og styðja við menningu og skapandi greinar,“ segir í tilkynningu frá menningarsviði Norðurþings. 15. apríl 2014 11:33
Spurt er „störfin eða deiliskipulagið – hvort er mikilvægara“? Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants (GG) ritaði grein í síðasta tölublað Skarps. Ég tel ástæðu til að svara henni að nokkru og hefst nú svarið. 14. apríl 2014 14:45
„Ætlarðu svo að reyna að taka kredit fyrir það að mér gangi vel í tónlistinni í dag?“ Snæbjörn Ragnarsson tónlistarmaður vandar bæjaryfirvöldum á Húsavík ekki kveðjurnar. 14. apríl 2014 11:28