Spurt er „störfin eða deiliskipulagið – hvort er mikilvægara“? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 14. apríl 2014 14:45 Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants (GG) ritaði grein í síðasta tölublað Skarps. Ég tel ástæðu til að svara henni að nokkru og hefst nú svarið. Nokkur atriði sem við erum sammála um. Deiliskipulag er mannanna verk sem ekki er meitlað í stein, sumarveitingastaðurinn Pallurinn bauð upp á frábæran mat, góða þjónustu og skemmtilega upplifun, það leyfi sem staðurinn hafði rann út 1. okt. 2013 og staðurinn hefur ekki verið starfsræktur síðan í september árið 2013. Hvert starf skiptir samfélagið máli, um það eru allir sammála. Ef störfum fækkar töpum við, ef þeim fjölgar högnumst við. Þess vegna væntir maður þess að ríki, sveitarfélög og fyrirtæki kappkosti við að fjölga störfum. Sveitarfélög nýta opinbert fé til að skapa góð skilyrði fyrir fyrirtæki í rekstri, hvort heldur sem er að fjölga flotbryggjum og bæta aðstæður fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki eða breyta deiliskipulagi svo hægt sé að byggja veitingahús á Hafnarstéttinni. Það er hinsvegar mikilvægt að halda staðreyndum til haga.Fyrst um skúralóðina, Hafnarstétt 5. - Fyrri hluta árs 2010 kaupir sveitarfélagið lóðina að Hafnarstétt 5 og selur GG lóðina á 6 milljónir. Um það er gerður kaupsamningur. - Í kaupsamningi stendur; „seljandi [Norðurþing]mun fjarlægja þau hús sem á lóðinni standa og skuldbindur kaupandi [GG]sig til að byggja nýtt hús og er við það miðað að þeirri byggingu verði lokið 31. maí 2011“. Því er ljóst að GG á skúrana þrjá og Norðurþing mun fjarlægja þá þegar GG hefur framkvæmdir. - Vinna við nýtt deiliskipulag miðhafnarsvæðisins á Húsavík hófst í maí 2011 og lauk með samþykki bæjarstjórnar í sept. 2012. - Á fundi skipulags- og bygginganefndar segir; „Engin athugasemd barst við skipulagstillöguna á kynningartíma. Þó liggur fyrir ósk Stefáns Guðmundssonar f.h. Hvalaferða ehf. um rýmri nýtingarrétt á lóðinni að Hafnarstétt 5 en fyrir liggur í kynntri tillögu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að nýtingarhlutfall lóðarinnar að Hafnarstétt 5 verði 0,63 til samræmis við óskir lóðarhafa og er skipulagsráðgjafa falið að færa þá breytingu inn á skipulagsuppdrátt.“- Stefán Guðmundsson hafði opnað á þá hugmynd setja skúrana þrjá niður við smábátabryggjuna. Sú hugmynd hlaut ekki brautargengi í skipulagsferlinu. - Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga tók skúrana út og hafði samráð við Minjastofnun um það á sínum tíma um hvort skúrarnir hefðu eitthvert varðveislugildi. Ekki var talið að þeir hefðu sérstakt varðveislugildi. En einn slíkur stendur til varðveislu á Sjóminjasafninu. - Vilji GG gera skúrana upp verður fyrirtækið að afla sér lóðarréttinda og koma húsunum þar fyrir. Það hefur legið fyrir í fimm ár. - Það er augljós fyrirsláttur hjá Stefáni að halda því fram að ákvarðanir sveitarfélagsins um skúrana hafi valdið vandræðum og töfum í ferlinu. Þegar þetta er skrifað hefur GG ekki skilað inn til bæjarins fullnægjandi teikningum af því húsi sem fyrirtækið hyggst byggja og því enn ekki aflað sér byggingarleyfis á Hafnarstétt 5 þrátt fyrir kvaðir þar um í kaupsamningi.Í öðru lagi um skúrana á þaki Nausts- Tveir skúrar hafa staðið um nokkurra ára skeið á þakinu og hýst veitingastarfsemi. - Í júní árið 2012 var samþykkt í skipulags- og bygginganefnd að veita stöðuleyfi fyrir skúrana til loka október 2012. - Í júní árið 2013 var enn samþykkt í skipulags- og bygginganefnd að veita stöðuleyfi fyrir skúrana til loka október 2013. - Þann 12. júní árið 2013 barst Gentle Giants bréf þess efnis að Pallurinn væri starfsræktur á stöðuleyfi og þyrfti að víkja fyrir 1. október 2013. - Umsókn um nýtt stöðuleyfi barst í marsmánuði árið 2014. - Á bæjarstjórnarfundi í ferbúar lagði Friðrik Sigurðsson, bæjarfulltrúi Þinglistans, fram tillögu um að skúrar sem standa á þaki Nausts, fái að standa til 1. október 2014. Þá lá ekki fyrir umsókn Gentle Giants um stöðuleyfi fyrir umrædda skúra og því ekki hægt að samþykkja stöðuleyfi fyrir hlut sem ekki hefur verið óskað eftir að fái stöðuleyfi. Tillagan var því felld. - Á síðasta fundi bæjarstjórnar lá fyrir tillaga um stöðuleyfi fyrir miðasöluhús GG og umrædda skúra. Bæjarstjórn samþykkti stöðuleyfi fyrir miðasöluhús enda samkvæmt skipulagi en hafnaði umræddum skúrum. Tekið skal fram að Friðrik Sigurðsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins samþykkti að skúrarnir skyldu víkja. Tillaga um stöðuleyfi fyrir miðasöluhús og að skúranir skyldu víkja því samþykkt.Deiliskipulag miðhafnarsvæðisinsSkipulagið var staðfest í bæjarstjórn 18. september 2012. Hvorki GG, Stefán Guðmundsson né Friðrik Sigurðsson gerðu athugasemdir við skipulagið sem nú er í gildi og unnið er eftir. Ég vil hvetja eigendur Gentle Giants til að nýta lóðina sem fyrirtækið eignaðist að tilstuðlan bæjaryfirvalda á sínum tíma á Hafnarstéttinni og halda áfram að byggja upp sitt fyrirtæki. Maturinn á Pallinum var dásamlegur og skemmtileg upplifun að borða þar. Því er ég sammála. Hvers eiga þeir aðilar að gjalda sem kosta því til að byggja upp mannvirki sem fullnægja ákvæðum skipulags og reglugerða til reksturs og borga af þeim gjöld til samfélagsins meðan aðilinn við hliðina rekur sín viðskipti úr óskráðum skúrum? Er hægt að tryggja öryggi viðskiptavina úr vanbúnum eldhúsum? Umsækjandi að stöðuleyfinu (GG) á húseign upp á 47m2 á þakinu og getur hæglega breytt þeirri aðstöðu til veitingasölu. Ákvarðanir bæjarfulltrúa byggjast ekki á því hvort matur og þjónusta á Pallinum hafi verið til mikillar fyrirmyndar né hvort verð hafi verið lægra en á öðrum veitingastöðum.Að lokumFramundan eru sveitarstjórnarkosningar. Eflaust hyggst einhver nýta sér þetta mál í þeirri skemmtilegu vinnu sem framundan er. Svari nú hver fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants (GG) ritaði grein í síðasta tölublað Skarps. Ég tel ástæðu til að svara henni að nokkru og hefst nú svarið. Nokkur atriði sem við erum sammála um. Deiliskipulag er mannanna verk sem ekki er meitlað í stein, sumarveitingastaðurinn Pallurinn bauð upp á frábæran mat, góða þjónustu og skemmtilega upplifun, það leyfi sem staðurinn hafði rann út 1. okt. 2013 og staðurinn hefur ekki verið starfsræktur síðan í september árið 2013. Hvert starf skiptir samfélagið máli, um það eru allir sammála. Ef störfum fækkar töpum við, ef þeim fjölgar högnumst við. Þess vegna væntir maður þess að ríki, sveitarfélög og fyrirtæki kappkosti við að fjölga störfum. Sveitarfélög nýta opinbert fé til að skapa góð skilyrði fyrir fyrirtæki í rekstri, hvort heldur sem er að fjölga flotbryggjum og bæta aðstæður fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki eða breyta deiliskipulagi svo hægt sé að byggja veitingahús á Hafnarstéttinni. Það er hinsvegar mikilvægt að halda staðreyndum til haga.Fyrst um skúralóðina, Hafnarstétt 5. - Fyrri hluta árs 2010 kaupir sveitarfélagið lóðina að Hafnarstétt 5 og selur GG lóðina á 6 milljónir. Um það er gerður kaupsamningur. - Í kaupsamningi stendur; „seljandi [Norðurþing]mun fjarlægja þau hús sem á lóðinni standa og skuldbindur kaupandi [GG]sig til að byggja nýtt hús og er við það miðað að þeirri byggingu verði lokið 31. maí 2011“. Því er ljóst að GG á skúrana þrjá og Norðurþing mun fjarlægja þá þegar GG hefur framkvæmdir. - Vinna við nýtt deiliskipulag miðhafnarsvæðisins á Húsavík hófst í maí 2011 og lauk með samþykki bæjarstjórnar í sept. 2012. - Á fundi skipulags- og bygginganefndar segir; „Engin athugasemd barst við skipulagstillöguna á kynningartíma. Þó liggur fyrir ósk Stefáns Guðmundssonar f.h. Hvalaferða ehf. um rýmri nýtingarrétt á lóðinni að Hafnarstétt 5 en fyrir liggur í kynntri tillögu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að nýtingarhlutfall lóðarinnar að Hafnarstétt 5 verði 0,63 til samræmis við óskir lóðarhafa og er skipulagsráðgjafa falið að færa þá breytingu inn á skipulagsuppdrátt.“- Stefán Guðmundsson hafði opnað á þá hugmynd setja skúrana þrjá niður við smábátabryggjuna. Sú hugmynd hlaut ekki brautargengi í skipulagsferlinu. - Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga tók skúrana út og hafði samráð við Minjastofnun um það á sínum tíma um hvort skúrarnir hefðu eitthvert varðveislugildi. Ekki var talið að þeir hefðu sérstakt varðveislugildi. En einn slíkur stendur til varðveislu á Sjóminjasafninu. - Vilji GG gera skúrana upp verður fyrirtækið að afla sér lóðarréttinda og koma húsunum þar fyrir. Það hefur legið fyrir í fimm ár. - Það er augljós fyrirsláttur hjá Stefáni að halda því fram að ákvarðanir sveitarfélagsins um skúrana hafi valdið vandræðum og töfum í ferlinu. Þegar þetta er skrifað hefur GG ekki skilað inn til bæjarins fullnægjandi teikningum af því húsi sem fyrirtækið hyggst byggja og því enn ekki aflað sér byggingarleyfis á Hafnarstétt 5 þrátt fyrir kvaðir þar um í kaupsamningi.Í öðru lagi um skúrana á þaki Nausts- Tveir skúrar hafa staðið um nokkurra ára skeið á þakinu og hýst veitingastarfsemi. - Í júní árið 2012 var samþykkt í skipulags- og bygginganefnd að veita stöðuleyfi fyrir skúrana til loka október 2012. - Í júní árið 2013 var enn samþykkt í skipulags- og bygginganefnd að veita stöðuleyfi fyrir skúrana til loka október 2013. - Þann 12. júní árið 2013 barst Gentle Giants bréf þess efnis að Pallurinn væri starfsræktur á stöðuleyfi og þyrfti að víkja fyrir 1. október 2013. - Umsókn um nýtt stöðuleyfi barst í marsmánuði árið 2014. - Á bæjarstjórnarfundi í ferbúar lagði Friðrik Sigurðsson, bæjarfulltrúi Þinglistans, fram tillögu um að skúrar sem standa á þaki Nausts, fái að standa til 1. október 2014. Þá lá ekki fyrir umsókn Gentle Giants um stöðuleyfi fyrir umrædda skúra og því ekki hægt að samþykkja stöðuleyfi fyrir hlut sem ekki hefur verið óskað eftir að fái stöðuleyfi. Tillagan var því felld. - Á síðasta fundi bæjarstjórnar lá fyrir tillaga um stöðuleyfi fyrir miðasöluhús GG og umrædda skúra. Bæjarstjórn samþykkti stöðuleyfi fyrir miðasöluhús enda samkvæmt skipulagi en hafnaði umræddum skúrum. Tekið skal fram að Friðrik Sigurðsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins samþykkti að skúrarnir skyldu víkja. Tillaga um stöðuleyfi fyrir miðasöluhús og að skúranir skyldu víkja því samþykkt.Deiliskipulag miðhafnarsvæðisinsSkipulagið var staðfest í bæjarstjórn 18. september 2012. Hvorki GG, Stefán Guðmundsson né Friðrik Sigurðsson gerðu athugasemdir við skipulagið sem nú er í gildi og unnið er eftir. Ég vil hvetja eigendur Gentle Giants til að nýta lóðina sem fyrirtækið eignaðist að tilstuðlan bæjaryfirvalda á sínum tíma á Hafnarstéttinni og halda áfram að byggja upp sitt fyrirtæki. Maturinn á Pallinum var dásamlegur og skemmtileg upplifun að borða þar. Því er ég sammála. Hvers eiga þeir aðilar að gjalda sem kosta því til að byggja upp mannvirki sem fullnægja ákvæðum skipulags og reglugerða til reksturs og borga af þeim gjöld til samfélagsins meðan aðilinn við hliðina rekur sín viðskipti úr óskráðum skúrum? Er hægt að tryggja öryggi viðskiptavina úr vanbúnum eldhúsum? Umsækjandi að stöðuleyfinu (GG) á húseign upp á 47m2 á þakinu og getur hæglega breytt þeirri aðstöðu til veitingasölu. Ákvarðanir bæjarfulltrúa byggjast ekki á því hvort matur og þjónusta á Pallinum hafi verið til mikillar fyrirmyndar né hvort verð hafi verið lægra en á öðrum veitingastöðum.Að lokumFramundan eru sveitarstjórnarkosningar. Eflaust hyggst einhver nýta sér þetta mál í þeirri skemmtilegu vinnu sem framundan er. Svari nú hver fyrir sig.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun