Auðvelda þarf börnum að sækja rétt sinn Hrund Þórsdóttir skrifar 16. apríl 2014 20:00 Ísland hefur ekki fullgilt nýja bókun við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem gerir börnum kleift að leita réttar síns sé brotið á mannréttindum þeirra. Þó er þörf á umbótum hér á landi, segir umboðsmaður barna. Í ár er aldarfjórðungur síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tók gildi og er hann orðinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims. Um nokkurt skeið hefur staðið til að Sameinuðu þjóðirnar komi á fót leið fyrir börn til að leita réttar síns þegar brotið er á mannréttindum þeirra og nú í vikunni varð þessi vettvangur að veruleika með þriðju viðbótarbókun Barnasáttmálans um sjálfstæða kæruleið barna. „Það opnast möguleiki fyrir börn að sækja rétt sinn og foreldra líka. Það hefur verið erfitt í framkvæmd fyrir börn að sækja rétt sinn gagnvart réttarkerfum,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna. Hefur þessu verið ábótavant hér á landi? „Já, við höfum rætt þetta oft hjá embættinu, að það þurfi að auðvelda börnum að sækja rétt sinn,“ segir hún. Þótt bókunin hafi nú tekið gildi innan mannréttindakerfis Sameinuðu þjóðanna, hefur meirihluti barna ekki enn aðgang að henni, en hvert ríki þarf að fullgilda bókunina innan sinnar lögsögu svo hún öðlist gildi fyrir börn í landinu. 10 ríki hafa gert það og 37 til viðbótar hafa skrifað undir og stefna að fullgildingu á næstunni. Ísland er ekki í þeim hópi, þrátt fyrir að Alþingi hafi lögfest sáttmálann í febrúar í fyrra. Raunar eru Finnar eina Norðurlandaþjóðin í hópnum. „Norðurlöndin hafa ekki verið leiðandi að þessu leiti, ekki gagnvart þessari bókun, þótt oftast séum við það,“ segir Margrét. Yrði þetta mikilvægt skref í áttina að öflugri barnarétti hér á landi? „Við erum leiðandi og viljum líta svo á og já, ég myndi segja það.“ Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Ísland hefur ekki fullgilt nýja bókun við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem gerir börnum kleift að leita réttar síns sé brotið á mannréttindum þeirra. Þó er þörf á umbótum hér á landi, segir umboðsmaður barna. Í ár er aldarfjórðungur síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tók gildi og er hann orðinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims. Um nokkurt skeið hefur staðið til að Sameinuðu þjóðirnar komi á fót leið fyrir börn til að leita réttar síns þegar brotið er á mannréttindum þeirra og nú í vikunni varð þessi vettvangur að veruleika með þriðju viðbótarbókun Barnasáttmálans um sjálfstæða kæruleið barna. „Það opnast möguleiki fyrir börn að sækja rétt sinn og foreldra líka. Það hefur verið erfitt í framkvæmd fyrir börn að sækja rétt sinn gagnvart réttarkerfum,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna. Hefur þessu verið ábótavant hér á landi? „Já, við höfum rætt þetta oft hjá embættinu, að það þurfi að auðvelda börnum að sækja rétt sinn,“ segir hún. Þótt bókunin hafi nú tekið gildi innan mannréttindakerfis Sameinuðu þjóðanna, hefur meirihluti barna ekki enn aðgang að henni, en hvert ríki þarf að fullgilda bókunina innan sinnar lögsögu svo hún öðlist gildi fyrir börn í landinu. 10 ríki hafa gert það og 37 til viðbótar hafa skrifað undir og stefna að fullgildingu á næstunni. Ísland er ekki í þeim hópi, þrátt fyrir að Alþingi hafi lögfest sáttmálann í febrúar í fyrra. Raunar eru Finnar eina Norðurlandaþjóðin í hópnum. „Norðurlöndin hafa ekki verið leiðandi að þessu leiti, ekki gagnvart þessari bókun, þótt oftast séum við það,“ segir Margrét. Yrði þetta mikilvægt skref í áttina að öflugri barnarétti hér á landi? „Við erum leiðandi og viljum líta svo á og já, ég myndi segja það.“
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira