Innlent

Björgunarskipið Þór dregur bát til hafnar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/óskar
Mælingarbátur með tveimur mönnum innanborðs missti stýrið við Landeyjarhöfn.

Báturinn var staddur um 300-400 metra vestan við Landeyjarhöfn og rak í átt að landi, en vindur á svæðinu er um 12-15 metrar á sekúndu. Var því talin nokkur hætta á ferðum.

Björgunarskipið Þór frá Vestmannaeyjum var kallað út og var komið á staðinn um 25 mínútum síðar.

Björgunarskipið er nú að koma taug í hinn bilaða bát og mun draga hann til hafnar í Landeyjum.

Sveitir frá Hvolsvelli, Landeyjum og Vestur-Eyjafjöllum voru einnig kallaðar til aðstoðar sem og þyrla Landhelgisgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×