Innlent

Riffillinn reyndist vera eftirlíking

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Valgarður
Sérsveit lögreglunnar handtók konu við JL-húsið í dag eftir að til hennar sást með riffil á svölum íbúðar sinnar.

Riffillinn reyndist vera eftirlíking en viðbúnaður lögreglu var mikill og var akrein frá hringtorginu við Nóatún út á Seltjarnarnes lokað, sem og portinu á bak við verslunina þar sem svalir konunnar eru.

Þá var verslun Nóatúns einnig lokað og höfðust sérsveitarmennirnir við þar, en upphaflega var það starfsmaður verslunarinnar sem sá til konunnar og gerði lögreglu viðvart um klukkan hálf fimm. Rúmri hálfri klukkustund síðar var konan handtekin.

Opnað hefur verið fyrir umferð á ný og einnig verslun Nóatúns og portinu þar fyrir aftan.

Vísir/Valgarður
Vísir/Kolbeinn
Lögregla með riffilinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×