Innlent

Sópun gatna og stíga er hafin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hreinsun annarra stofnanalóða hefst einnig á næstu dögum.
Hreinsun annarra stofnanalóða hefst einnig á næstu dögum. visir/vilhelm
„Við erum byrjuð í austurhluta borgarinnar að sópa göngu- og hjólreiðastíga,“ segir Guðjóna Björk Sigurðardóttir sem stýrir hreinsun Reykjavíkurborgar í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

„Farnar verða tvær umferðir yfir alla borgina. Við grófsópum fyrst því það liggur mikið magn af sandi á stígunum eftir veturinn, en í vetur notuðum við óvenjumikinn sand til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda“.

Hreinsun í ár hefst fyrr en undanfarin ár einkum vegna umfangs verksins. „Seinni umferð náum við að ljúka í maí, en við sjáum strax mikinn mun eftir fyrri umferð“, segir Guðjóna Björk.

„Á laugardag hefst sópun skólalóða, en meginþungi þeirra vinnu verður þegar skólarnir fara í páskafrí,“ segir Guðjóna Björk.

Hreinsun annarra stofnanalóða hefst einnig á næstu dögum.

Þá er hafin vinna við hreinsun umferðargatna og er byrjað á stofnbrautum í samvinnu við Vegagerðina. 

Á föstudag hefst vinna við hreinsun annarra umferðargatna og verður byrjað í austurhluta borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×