Lífið

Fyndnasti maður Norðurlandanna skemmtir með Mið-Íslandi

Baldvin Þormóðsson skrifar
Finnski uppistandarinn var hér á landi árið 2010 en þá var tónlistarhúsið Harpa ennþá í vinnslu.
Finnski uppistandarinn var hér á landi árið 2010 en þá var tónlistarhúsið Harpa ennþá í vinnslu. vísir/stefán
Hann er eiginlega fyndnasti maður á Norðurlöndunum, ef ekki í heiminum, segir Halldór Halldórsson, einn meðlima Mið-Ísland um finnska uppistandarann André Wickström, en hann er staddur hér á landi að skemmta með uppistandshópnum Mið-Ísland.

Hann langaði til þess að skemmta með okkur þannig að við hækkuðum bara miðaverðið á sýningarnar um helgina, bættum honum við og þá gekk allt upp, segir Halldór og bætir því við að Wickström og Ari Eldjárn, annar meðlimur Mið-Íslands séu hinir bestu mátar.

Hann og Ari eru líka góðir vinir,“ segir Halldór. Hann fer oft til Finnlands að heimsækja hann.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Wickström treður upp hér á landi en hann kom fram hér á landi árið 2010 við mikinn fögnuð áhorfenda eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.