Innlent

Frisbígolf til góðs

Birta Björnsdóttir skrifar
Í góða veðrinu á Klambratúni í dag voru menn og konur að stunda frisbígolf af miklum móð. En þetta var ekki eingöngu til gamans gert.

„Það veðrur stundum að láta gott af sér leiða líka og við ákváðum að hittast hér í dag og halda smá mót og láta allan ágóðann renna til Mottumars," segir Haukur Árnason, frisbífrömuður.

„Sá sem kemur inn með besta skorið eftir daginn fær heiðurnn af því að afhenda afraksturinn til Mottumars. Það eru í laun aðalverðlaunin, en svo verða einhverjir aukavinningar í boði, meðal annars  inneignir í vefverslun Frisbígolfbúðarinnar."

Haukur segir frisbígolf eiga sífellt meiri vinsældum að fagna hér á landi.

„Síðan völlurinn kom hingað á Klambratún hefur orðið algjör sprenging. Við vorum kannski 20 til 30 sem vorum að spila þetta en í dag eru þetta um og yfir þúsund manns," segir Haukur.

„Það er eiginlega sama hvort þú vilt labba og fá útúr þessu hreyfinguna með krökkunum eða hvort þú ert keppnismaður dauðans og villt leggja allt í þetta, það finna allir eitthvað við sitt hæfi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×