Lífið

Ungur söngfugl með stórkostlega rödd

Baldvin Þormóðsson skrifar
Emi Sunshine er stórkostleg söngkona þrátt fyrir ungan aldur.
Emi Sunshine er stórkostleg söngkona þrátt fyrir ungan aldur.
Ung stúlka kom gestum og gangandi í flóamarkaði í Tennessee heldur betur á óvart á dögunum þegar hún söng bandarískt kántrýlag ásamt lítilli hljómsveit.

Hin níu ára gamla Emi Sunshine söng lagið Blue Yodel no. 6 eftir Jimmie Rodgers og voru gestir flóamarkaðarins dolfallnir yfir hæfileikum stúlkunnar.

Samkvæmt Facebook síðu stúlkunnar, sem hefur fengið töluverða athygli eftir að myndbandinu var deilt á netinu, hefur hún verið að syngja og semja tónlist síðan hún var fimm ára.

Stúlkan kemur úr mjög kirkjurækinni fjölskyldu og hefur sálmasöngurinn í sunnudagsmessunum líklegast reynst góð æfing fyrir þessa ungu og hæfileikaríku stúlku.

Myndbandið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.