Innlent

Gjaldeyrishöft brjóta gegn EES-samningnum

Snærós Sindradóttir skrifar
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar telur að ríkisstjórnin hafi lokað möguleikum okkar í báða enda með ákvörðun sinni í Evrópusambandsmálum
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar telur að ríkisstjórnin hafi lokað möguleikum okkar í báða enda með ákvörðun sinni í Evrópusambandsmálum VÍSIR/GVA
Ríkisstjórn Íslands kannaði ekki hvort sú umgjörð sem Seðlabanki Íslands segir að þurfi um krónuna svo afnema megi gjaldeyrishöft uppfylli skilyrði EES-samningsins. Þetta kemur fram í grein Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingarinnar í Fréttablaðinu í dag.

„Eftirlitsstofnun EFTA er nú þegar með í gangi mál gegn Íslandi vegna banns okkar við gengistryggðum lánum. Stofnunin telur því að bannið samrýmist ekki EES samningnum en þrátt fyrir það ganga tillögur Seðlabankans út á að það bann verði til frambúðar. Tillögurnar eru í raun bara vægari útgáfa af gjaldeyrishöftum.“

Árni segir að afar slæmt sé að nú eigi að loka annarri af tveimur leiðum Íslendinga í gjaldeyrismálum, það er upptaka evru með inngöngu landsins í Evrópusambandsins.

„Er ríkisstjórnin svo vegavillt að hún sé ekki búin að leita hófanna með það hjá viðsemjendum okkar hvort svona umgjörð virki áður en hún lokar hinni leiðinni. Ég trúði því bara ekki fyrr en ég spurði að þessu í dag. Forseti Eftirlitsstofnunar EFTA sagði þvert og skýrt nei, það hefði ekki verið gert.“

Fréttablaðið reyndi að ná tali af Oda Helen Sletnes, forseta Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna málsins en án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×