Fékk tvö ný bretti eftir árekstur við bíl Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. mars 2014 10:52 Hér má sjá Freysa með nýju brettin sín - alsælan. Enda fór hann beint upp í Loftkastala. Vísir/aðsent Hafnfirðingurinn ungi sem tapaði hjólabrettinu sínu í árekstri við bíl í íbúðahverfi í Hafnarfirði í síðustu viku hefur nú fengið nýtt hjólabretti og aðra hjólabrettaplötu að gjöf. Málið vakti mikla athygli í vikunni. Drengurinn ungi var á hjólabretti sínu í íbúðarhverfi í Hafnarfirði, þegar hann rann út á götu og lenti í samstuði við bíl ók um hverfið. Móðir drengsins, Berglind Þórðardóttir, var afar ósátt með viðbrgöð konunnar sem ók bílnum, en konan húðskammaði unga drenginn. Í samtali við Vísi, fyrr í vikunni, sagðist Berglind aldrei hafa heyrt son sinn vera svona hræddan: „Ég hef aldrei heyrt drenginn tala svona. Hann fékk bara taugaáfall. Hann náði ekki andanum. Hann hringdi í mig eftir að þetta gerðist og ég heyrði bara skjálftann og hræðsluna í rödd hans. Hann var fyrst og fremst ótrúlega hræddur.“ Í samtalinu við Vísi fyrr í vikunni tók Berglind þó einnig fram að hún væri ótrúlega þakklát fyrir góð viðbrögð við þessu slysi.Hún sagði frá því að mikill fjöldi „skeitara“ - sem eru þeir sem stunda hjólabrettaíþróttina - buðust til að gefa syni Berglindar hjólabrettaplötur sínar. „Þeir sögðu eiginlega allir: „Við brettastrákarnir stöndum saman“. Þeir voru allir svo ánægðir að sonur minn hafði safnað sér fyrir brettinu sjálfur.“Skrýtið að græða á þessu Í gær afhentu verslanirnar Brim og Mohawks drengum, sem kallaður er Freysi, gjafirnar. Hann fékk nýtt hjólabretti frá Brim og Mohaws gaf honum nýja plötu. Freysi getur því endurnýtt öxlana og dekkin af brettinu sem brotnaði. Berglind segir þau ákaflega ánægð með viðbrögðin, en Berglind vakti athygli á málinu fyrr í þessari viku og ræddi málið meðal annars við Vísi. „Það var samt svolítið skrýtið að finnast við vera að „græða“ á þessu leiðindaatviki,“ útskýrir Berglind.Ekki enn gefið sig fram Í samtali við Vísi, fyrr í vikunni, óskaði Berglind eftir því að konan sem keyrði yfir hjólabretti sonar hennar myndi gefa sig fram. Berglind vonaðist til þess að fá afsökunarbeiðni frá konunni. „Ég trúi því að þetta sé góð kona, góð móðir og góð amma. Hún hefur bara verið í sjokki og þess vegna skammað drenginn minn svona,“ sagði Berglind þá og bætti við: „Þegar sonur minn var búinn að jafna sig á þessu áfalli, hafði hann orð á því að konan hafi ekki einu sinni beðist afsökunar. Við kennum börnunum okkar að biðjast afsökunar þegar þau gera mistök og ég vona að konan geri það líka.“ Engar fregnir hafa borist af afsökunarbeiðni konunnar sem ók bílnum.Fór beint að „skeita“ Freysi var að vonum ánægður með gjafirnar sem hann fékk. Berglind fór með hann í Loftkastalann í Reykjavík, þar sem aðstaða er fyrir hjólabrettafólk. „Hann var alveg alsæll og var í Loftkastalanum í þrjár klukkustundir í gær. Við bíðum svo auðvitað spennt eftir almennilegri innanhús bretta-aðstöðu í Hafnarfirðinum okkar fríða sem við vonumst nú til að fara að líta dagsins ljós,“ segir Berglind að lokum. Tengdar fréttir „Góðmennskan og samkenndin er alveg ótrúleg" Kona um sextugt hellti sér yfir níu ára dreng eftir að hafa ekið yfir hjólabrettið hans í íbúðarhverfi í Hafnarfirði á fimmtudag. Móðir drengsins segir ekki hafa staðið á viðbrögðunum eftir að hún tjáði sig um málið. 24. mars 2014 11:30 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Hafnfirðingurinn ungi sem tapaði hjólabrettinu sínu í árekstri við bíl í íbúðahverfi í Hafnarfirði í síðustu viku hefur nú fengið nýtt hjólabretti og aðra hjólabrettaplötu að gjöf. Málið vakti mikla athygli í vikunni. Drengurinn ungi var á hjólabretti sínu í íbúðarhverfi í Hafnarfirði, þegar hann rann út á götu og lenti í samstuði við bíl ók um hverfið. Móðir drengsins, Berglind Þórðardóttir, var afar ósátt með viðbrgöð konunnar sem ók bílnum, en konan húðskammaði unga drenginn. Í samtali við Vísi, fyrr í vikunni, sagðist Berglind aldrei hafa heyrt son sinn vera svona hræddan: „Ég hef aldrei heyrt drenginn tala svona. Hann fékk bara taugaáfall. Hann náði ekki andanum. Hann hringdi í mig eftir að þetta gerðist og ég heyrði bara skjálftann og hræðsluna í rödd hans. Hann var fyrst og fremst ótrúlega hræddur.“ Í samtalinu við Vísi fyrr í vikunni tók Berglind þó einnig fram að hún væri ótrúlega þakklát fyrir góð viðbrögð við þessu slysi.Hún sagði frá því að mikill fjöldi „skeitara“ - sem eru þeir sem stunda hjólabrettaíþróttina - buðust til að gefa syni Berglindar hjólabrettaplötur sínar. „Þeir sögðu eiginlega allir: „Við brettastrákarnir stöndum saman“. Þeir voru allir svo ánægðir að sonur minn hafði safnað sér fyrir brettinu sjálfur.“Skrýtið að græða á þessu Í gær afhentu verslanirnar Brim og Mohawks drengum, sem kallaður er Freysi, gjafirnar. Hann fékk nýtt hjólabretti frá Brim og Mohaws gaf honum nýja plötu. Freysi getur því endurnýtt öxlana og dekkin af brettinu sem brotnaði. Berglind segir þau ákaflega ánægð með viðbrögðin, en Berglind vakti athygli á málinu fyrr í þessari viku og ræddi málið meðal annars við Vísi. „Það var samt svolítið skrýtið að finnast við vera að „græða“ á þessu leiðindaatviki,“ útskýrir Berglind.Ekki enn gefið sig fram Í samtali við Vísi, fyrr í vikunni, óskaði Berglind eftir því að konan sem keyrði yfir hjólabretti sonar hennar myndi gefa sig fram. Berglind vonaðist til þess að fá afsökunarbeiðni frá konunni. „Ég trúi því að þetta sé góð kona, góð móðir og góð amma. Hún hefur bara verið í sjokki og þess vegna skammað drenginn minn svona,“ sagði Berglind þá og bætti við: „Þegar sonur minn var búinn að jafna sig á þessu áfalli, hafði hann orð á því að konan hafi ekki einu sinni beðist afsökunar. Við kennum börnunum okkar að biðjast afsökunar þegar þau gera mistök og ég vona að konan geri það líka.“ Engar fregnir hafa borist af afsökunarbeiðni konunnar sem ók bílnum.Fór beint að „skeita“ Freysi var að vonum ánægður með gjafirnar sem hann fékk. Berglind fór með hann í Loftkastalann í Reykjavík, þar sem aðstaða er fyrir hjólabrettafólk. „Hann var alveg alsæll og var í Loftkastalanum í þrjár klukkustundir í gær. Við bíðum svo auðvitað spennt eftir almennilegri innanhús bretta-aðstöðu í Hafnarfirðinum okkar fríða sem við vonumst nú til að fara að líta dagsins ljós,“ segir Berglind að lokum.
Tengdar fréttir „Góðmennskan og samkenndin er alveg ótrúleg" Kona um sextugt hellti sér yfir níu ára dreng eftir að hafa ekið yfir hjólabrettið hans í íbúðarhverfi í Hafnarfirði á fimmtudag. Móðir drengsins segir ekki hafa staðið á viðbrögðunum eftir að hún tjáði sig um málið. 24. mars 2014 11:30 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
„Góðmennskan og samkenndin er alveg ótrúleg" Kona um sextugt hellti sér yfir níu ára dreng eftir að hafa ekið yfir hjólabrettið hans í íbúðarhverfi í Hafnarfirði á fimmtudag. Móðir drengsins segir ekki hafa staðið á viðbrögðunum eftir að hún tjáði sig um málið. 24. mars 2014 11:30