Lífið

Vilt þú vinna miða á uppistand Jims Gaffigan?

Jim Gaffigan
Jim Gaffigan Vísir/Getty
Lífið á Vísi ætlar að gefa fimm heppnum lesendum miða á bandaríska uppistandarann Jim Gaffigan í Háskólabíói þann fjórða apríl næstkomandi.

Til þess að vinna miða verða lesendur Vísis að láta sér líka við Facebook-síðu Lífsins á Vísi. Fimm heppnir lesendur verði svo dregnir úr potti og boðið á uppistandið, ásamt gesti.

Bandaríski uppistandarinn Jim Gaffigan hefur vakið mikla eftirtekt síðastliðin ár; er orðinn gríðarlega vinsæll í heimalandi sínu og vel þekktur um allan heim. Hann er þekktastur fyrir að gera óspart grín að löndum sínum og þeirra venjum. Hvort sem það varðar hamborgaraát á McDonalds, beikonvæðingu þjóðarinnar eða trúmál, þá lætur Gaffigan allt flakka.

Heimstúrarnir hans, Mr. Universe árið 2012 og White Bread Tour árið 2013 hlutu mikla aðsókn og er sýningin á íslandi hluti af nýjum Evróputúr. Gaffigan er þekktur úr kvikmyndum á borð við Three Kings, Igby Goes Down og Super Troopers auk þess að vera tíður gestur hjá mönnum á borð við Conan O'Brien og Jon Stewart. Gaffigan hefur verið líkt við Jerry Seinfeld og DaneCook en þykir hafa einstakan stíl.

Jim gaf nýverið út bókina Dad is Fat, eða Pabbi er feitur. Hún fjallar um hann sjálfan og ævi hans, en hann er einn af sex systkynum, er giftur og á sjálfur fimm börn.

Um bókina sína segir hann sjálfur;

„Ég er ekki viss um hvort hún sé ævisaga, játning, afsökunarbeiðni eða hróp á hjálp, en konunni minni og vinkonum hennar finnst hún skemmtileg.“

Koma Gaffigan til landsins er mikill fengur fyrir hláturþyrsta Íslendinga því hann er bókaður langt fram í tíman í heimalandi sínu og víðar.

Uppistandarinn, leikarinn og söngvarinn Tom Shillue ferðast með Jim á Evróputúrnum og mun hita upp fyrir hann.

Tom hefur komið víða við á löngum ferli og hefur til dæmis verið fastagestur í sjónvarpsþáttum Jimmy Fallon þar sem hann leikur í ýmsum atriðum og grínsketsum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.