Innlent

Dæmd fyrir tilraun til fjársvika með límbandsrúllu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Þegar konunni var neitað um skiptin fór hún með límbandsrúlluna ógreidda út úr versluninni.
Þegar konunni var neitað um skiptin fór hún með límbandsrúlluna ógreidda út úr versluninni.
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag konu í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til fjársvika og blekkinga.

Konan tók límbandsrúllu að verðmæti 599 krónur úr hillu í versluninni Shell við Austurmörk í Hveragerði. Hún fór með rúlluna rakleiðs að afreiðsluborði verslunarinnar þar sem hún reyndi að blekkja afgreiðslumann til þess að skipta henni fyrir aðra vöru.

Þegar konunni var neitað um skiptin fór hún með límbandsrúlluna ógreidda út úr versluninni.

Konan játaði skýrlaust fyrir dómi. Í því ljósi þótti rétt að fresta fullnustu refsingarinnar. Konan var dæmd til að greiða allan sakarkostnað sem er þóknun verjanda hennar. Þóknunin þótti hæfilega metin 110 þúsund krónur.

Konan hafði í eitt skipti áður fengið refsingu vegna þjófnaðar, því máli lauk með sátt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×