„Tilfinningarnar á þessum degi eru ótrúlega blendnar" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. mars 2014 17:55 Til vinstri er Tóbías Davíð, til hægri er fjölskyldan og í miðju eru vinirnir á góðri stundu, að fagna einum af sigri Blika. Þeir voru ótrúlega sigursælir í yngri flokkunum. Vísir/samsett „Tilfinningarnar á þessum degi eru ótrúlega blendnar,“ segir Sigurjón Jónsson, sem á þessum degi fyrir átta árum missti einn sinn besta vin. Á sama degi sex árum seinna, eða fyrir tveimur árum síðan, eignaðist Sigurjón svo son. Einn besti vinur Sigurjóns, Kópavogsbúinn Pétur Benediktsson lést langt fyrir aldur fram, aðeins 21 árs að aldri þann 27. mars árið 2006. „Á þessum tíma árs hugsar maður mikið til Péturs. Auðvitað með sorg í hjarta. En eftir því sem árin líða hugsar maður meira um að muna eftir góðu hlutunum úr okkar vinskap,“ útskýrir Sigurjón. Sonur Sigurjóns, sem fékk nafnið Tóbías Davíð, fæddist svo þann 27. mars árið 2012 og í dag er haldið upp á tveggja ára afmælið hans. „Í fyrstu skoðun hjá ljósmóður var þessi dagur strax settur sem líklegur fæðingadagur. Eins og margir vita er slík dagsetning ekkert heilög, sérstaklega ekki þegar um er að ræða fyrsta barn. En þetta stóðst allt saman,“ segir Sigurjón og bætir við: „Guttinn er því eins og Pétur var, ótrúlega stundvís.“ „27. mars árið 2006 var versti dagur sem ég hef upplifað og 27. mars árið 2012 var sá besti. Ég fagna afmæli Tóbíasar en minnist Péturs með söknuði,“ bætir Sigurjón við.Hér Sigurjón ásamt kærustu sinni og Tóbíasi Davíð, á skírnardaginn.Vísir/aðsentHæfileikaríkur drengur og mikill leiðtogi „Maður reynir að muna eftir öllu því góða og rifja það upp reglulega. Pétur náði að búa til svo ótrúlega margar góðar minningar á þeim fáu árum sem hann var hér með okkur,“ segir Sigurjón, en Pétur var aðeins 21 árs þegar hann lést. „Pétur var eins og við segjum „Alt Mugligt Mand“. Hann gat gert svo ótrúlega mikið. Hann var frábær íþróttamaður og var í u16 ára landsliðinu í fótbolta. Hann var mikill leiðtogi og var fyrirliði hjá okkur í Blikum. Hann var líka góður söngvari og tók þátt í Söngvakeppni Samfés og Söngvakeppni MK. Svo var hann mikill félagsmaður og var mikið í að skipuleggja hluti,“ rifjar Sigurjón upp. Pétur þurfti að hætta knattspyrnuiðkun ungur. „Já, bakið var farið að angra hann, þannig að hann hætti ungur en fór út í þjálfun.“Hér er merki Augnabliks. Upphafsstafi Péturs má sjá inn í miðju merkinu.Minnst í merki Augnabliks Stór hluti af vinahópi Péturs er hluti af knattspyrnuliðinu Augnabliki, sem leikur í fjórðu deildinni. Pétur átti stóran þátt í að endurvekja félagið. „Já hann lagði mikið á sig og til þess að minnast hans ákváðum við að setja upphafsstafina hans inn í merki félagsins. Þannig heiðrum við minningu hans.“ Sigurjón skipuleggur því barnaafmæli í dag, um leið og hann heldur á lofti minningu góðs vinar. „Maður er auðvitað hryggur. En maður má ekki endalaust velta sér upp úr orðnum hlut. Ég held að það sé betra að þakka fyrir þá góðu tíma sem maður fékk með þessum góða vini,“ segir Sigurjón að lokum. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
„Tilfinningarnar á þessum degi eru ótrúlega blendnar,“ segir Sigurjón Jónsson, sem á þessum degi fyrir átta árum missti einn sinn besta vin. Á sama degi sex árum seinna, eða fyrir tveimur árum síðan, eignaðist Sigurjón svo son. Einn besti vinur Sigurjóns, Kópavogsbúinn Pétur Benediktsson lést langt fyrir aldur fram, aðeins 21 árs að aldri þann 27. mars árið 2006. „Á þessum tíma árs hugsar maður mikið til Péturs. Auðvitað með sorg í hjarta. En eftir því sem árin líða hugsar maður meira um að muna eftir góðu hlutunum úr okkar vinskap,“ útskýrir Sigurjón. Sonur Sigurjóns, sem fékk nafnið Tóbías Davíð, fæddist svo þann 27. mars árið 2012 og í dag er haldið upp á tveggja ára afmælið hans. „Í fyrstu skoðun hjá ljósmóður var þessi dagur strax settur sem líklegur fæðingadagur. Eins og margir vita er slík dagsetning ekkert heilög, sérstaklega ekki þegar um er að ræða fyrsta barn. En þetta stóðst allt saman,“ segir Sigurjón og bætir við: „Guttinn er því eins og Pétur var, ótrúlega stundvís.“ „27. mars árið 2006 var versti dagur sem ég hef upplifað og 27. mars árið 2012 var sá besti. Ég fagna afmæli Tóbíasar en minnist Péturs með söknuði,“ bætir Sigurjón við.Hér Sigurjón ásamt kærustu sinni og Tóbíasi Davíð, á skírnardaginn.Vísir/aðsentHæfileikaríkur drengur og mikill leiðtogi „Maður reynir að muna eftir öllu því góða og rifja það upp reglulega. Pétur náði að búa til svo ótrúlega margar góðar minningar á þeim fáu árum sem hann var hér með okkur,“ segir Sigurjón, en Pétur var aðeins 21 árs þegar hann lést. „Pétur var eins og við segjum „Alt Mugligt Mand“. Hann gat gert svo ótrúlega mikið. Hann var frábær íþróttamaður og var í u16 ára landsliðinu í fótbolta. Hann var mikill leiðtogi og var fyrirliði hjá okkur í Blikum. Hann var líka góður söngvari og tók þátt í Söngvakeppni Samfés og Söngvakeppni MK. Svo var hann mikill félagsmaður og var mikið í að skipuleggja hluti,“ rifjar Sigurjón upp. Pétur þurfti að hætta knattspyrnuiðkun ungur. „Já, bakið var farið að angra hann, þannig að hann hætti ungur en fór út í þjálfun.“Hér er merki Augnabliks. Upphafsstafi Péturs má sjá inn í miðju merkinu.Minnst í merki Augnabliks Stór hluti af vinahópi Péturs er hluti af knattspyrnuliðinu Augnabliki, sem leikur í fjórðu deildinni. Pétur átti stóran þátt í að endurvekja félagið. „Já hann lagði mikið á sig og til þess að minnast hans ákváðum við að setja upphafsstafina hans inn í merki félagsins. Þannig heiðrum við minningu hans.“ Sigurjón skipuleggur því barnaafmæli í dag, um leið og hann heldur á lofti minningu góðs vinar. „Maður er auðvitað hryggur. En maður má ekki endalaust velta sér upp úr orðnum hlut. Ég held að það sé betra að þakka fyrir þá góðu tíma sem maður fékk með þessum góða vini,“ segir Sigurjón að lokum.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira