Innlent

Skjálfti fannst greinilega í Hveragerði í gærkvöldi

Vísir/Valli
Jarðskjálfti fannst greinilega í Hveragerði um hálf tíuleytið í gærkvöldi og reyndist hann eiga upptök á Hengilssvæðinu.

Hann var sá snarpasti í skjálftahrinu þar í gær, en síðan hefur dregið úr virkni og virðist hrinan vera liðin hjá.

Annars hefur verið fremur lítið um jarpskálfta á landinu undanfarna daga og hvergi hefur orðið vart snarpra skjálfta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×