Innlent

Skerjafjarðarskáldið fagnar hálfrar aldar hagyrðingaferli

Jakob Bjarnar skrifar
Kristján horfir skáldlegum augum út í eilífðina. Hann treður upp í Salnum í kvöld.
Kristján horfir skáldlegum augum út í eilífðina. Hann treður upp í Salnum í kvöld.
Kristján Hreinsson, fagnar um þessar mundir, merkum áfanga í lífinu, sem er sá að nú er hálf öld liðin síðan hann hóf að yrkja. Hann boðar til skáldlegrar skemmtunar í Salnum Kópavogi í kvöld og segist ætla að flytja eigin tónlist, segja gamansögur og krydda mál sitt ódauðlegum vísum.

Kristján hefur samið lög sem og lagt til fjölda texta við lög sem hafa náð miklum vinsældum. En, hann segist, í samtali við Vísi, ekki ætla sér að flytja neitt af því efni. Heldur verður þetta að uppistöðu glænýtt efni. „Yfirleitt allt óþekkt lög. Nánast öll glæný. Ég lofa þó að Í stuði með Guði fái að hljóma. Ég verð einn með gítarinn. Nú er ég búinn að æfa í hálfa öld. Og núna loksins, er komið að því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×