Einn af tíu smitast af sýkingu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 28. mars 2014 13:18 „Allir sem koma að fólki sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda eiga alltaf að nota grundvallar varúð gegn sýkingum,“ segir Ása VÍSIR/VILHELM Einn af hverjum 10 sem lagðir eru inn á sjúkrahús hér á landi greinast með einhverja sýkingu sem þeir voru ekki með áður en þeir fyrir innlögn. Samkvæmt nýrri rannsókn sem var kynnt í læknatímaritinu New England Journal of Medicine, á miðvikudag, smitast 1 af hverjum 25 sjúklingum í Bandaríkjunum af sýkingu við innlögn á sjúkrahúsum þar í landi. „Það er erfitt að bera saman á milli landa því það eru svo margar mismunandi aðferðir til að finna þá sem að sýkjast sem gerir samanburðinn erfiðan,“ segir Ása Atladóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á sóttvarnasviði hjá embætti Landslæknis. Hér á landi eru teknar skyndiprufur til að kanna hvort sjúklingar séu sýktir. Þessar kannanir eru gerðar bæði á Landspítalanum og á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Kannanirnar eru gerðar reglulega og allir sjúklingar sem liggja inni þann dag sem könnun er gerð eru rannsakaðir og athugað hversu margir séu sýktir og hvaða sýkingar um ræðir.Þvagfærasýkingar algengastar hér á landi Þvagfærasýkingar eru langalgengastar að sögn Ásu og geta komið til vegna notkunar þvagleggja. Mjög miklar líkur eru á því að sá sem fær þvaglegg sýkist. Aðrar helstu sýkingar sem tengjast heilbrigðisþjónustu eru sýkingar í skurðsár í kjölfar skurðaðgerða, lungnabólga vegna meðferðar í öndunarvélum og blóðsýkingar sem tengjast notkun æðaleggja. Niðurgangur af völdum veira eða sem afleiðing sýklalyfjatöku og sýkingar af völdum ónæmra baktería eru einnig meðal helstu sýkinga. Í Bandaríkjunum eru lungnabólga og sýkingar í skurðsár algengastar sýkinga eða um 22 prósent af þeim sýkingum sem sjúklingar fá.Snerting langalgengasta smitleiðin Orsök sýkinga sem verða á sjúkrahúsum getur hvort heldur verið bakteríur af sjúklingum sjálfum eða komið úr umhverfinu. „Allir sem koma að fólki sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda eiga alltaf að nota grundvallar varúð gegn sýkingum,“ segir Ása. Þar er handhreinsun með handspritti eða handþvotti langmikilvægust að hennar sögn. Þar sem snerting er langalgengasta smitleiðin. Fólk ætti líka að nota einnota hanska til að draga úr mengun handanna og þegar farið er úr hanskanum er nauðsynlegt að setja spritt á hendurnar. Allar nálar og allt sem fer inn í sjúklinginn verður að vera dauðhreinsað. „Það er það sem almennt gildir í þjóðfélaginu. Til dæmis með mat, þegar hann er meðhöndlaður og eldaður, þarf það að vera gert þannig að hann valdi fólki ekki skaða,“ segir Ása. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Einn af hverjum 10 sem lagðir eru inn á sjúkrahús hér á landi greinast með einhverja sýkingu sem þeir voru ekki með áður en þeir fyrir innlögn. Samkvæmt nýrri rannsókn sem var kynnt í læknatímaritinu New England Journal of Medicine, á miðvikudag, smitast 1 af hverjum 25 sjúklingum í Bandaríkjunum af sýkingu við innlögn á sjúkrahúsum þar í landi. „Það er erfitt að bera saman á milli landa því það eru svo margar mismunandi aðferðir til að finna þá sem að sýkjast sem gerir samanburðinn erfiðan,“ segir Ása Atladóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á sóttvarnasviði hjá embætti Landslæknis. Hér á landi eru teknar skyndiprufur til að kanna hvort sjúklingar séu sýktir. Þessar kannanir eru gerðar bæði á Landspítalanum og á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Kannanirnar eru gerðar reglulega og allir sjúklingar sem liggja inni þann dag sem könnun er gerð eru rannsakaðir og athugað hversu margir séu sýktir og hvaða sýkingar um ræðir.Þvagfærasýkingar algengastar hér á landi Þvagfærasýkingar eru langalgengastar að sögn Ásu og geta komið til vegna notkunar þvagleggja. Mjög miklar líkur eru á því að sá sem fær þvaglegg sýkist. Aðrar helstu sýkingar sem tengjast heilbrigðisþjónustu eru sýkingar í skurðsár í kjölfar skurðaðgerða, lungnabólga vegna meðferðar í öndunarvélum og blóðsýkingar sem tengjast notkun æðaleggja. Niðurgangur af völdum veira eða sem afleiðing sýklalyfjatöku og sýkingar af völdum ónæmra baktería eru einnig meðal helstu sýkinga. Í Bandaríkjunum eru lungnabólga og sýkingar í skurðsár algengastar sýkinga eða um 22 prósent af þeim sýkingum sem sjúklingar fá.Snerting langalgengasta smitleiðin Orsök sýkinga sem verða á sjúkrahúsum getur hvort heldur verið bakteríur af sjúklingum sjálfum eða komið úr umhverfinu. „Allir sem koma að fólki sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda eiga alltaf að nota grundvallar varúð gegn sýkingum,“ segir Ása. Þar er handhreinsun með handspritti eða handþvotti langmikilvægust að hennar sögn. Þar sem snerting er langalgengasta smitleiðin. Fólk ætti líka að nota einnota hanska til að draga úr mengun handanna og þegar farið er úr hanskanum er nauðsynlegt að setja spritt á hendurnar. Allar nálar og allt sem fer inn í sjúklinginn verður að vera dauðhreinsað. „Það er það sem almennt gildir í þjóðfélaginu. Til dæmis með mat, þegar hann er meðhöndlaður og eldaður, þarf það að vera gert þannig að hann valdi fólki ekki skaða,“ segir Ása.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira