Innlent

Á gjörgæslu eftir bruna í bústað

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/GVA
Líðan karlmanns á áttræðisaldri sem brenndist illa þegar eldur kom upp í bústað í gær er eftir atvikum að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans. Maðurinn er vakandi og ekki í öndunarvél en er þó haldið á gjörgæslu.

Bústaðurinn er við Geitasand skammt frá Hellu. Maðurinn var inni í bústaðnum þegar eldurinn kom upp og náði hann að komast út sjálfur að því er fram kom í frétt mbl.is í gær. 

Helmingurinn af húsinu er farinn og bústaðurinn er jafnvel ónýtur að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Verið er að rannsaka hvað olli eldsvoðanum.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×