Lífið

Þessa æfingu getur þú gert upp í rúmi

visir/youtube
Í meðfylgjandi myndbandi sýnir Ágústa Kolbrún Róberts jógakennari og heilari æfingu sem losar um mjaðmir og mjóbak.

„Það er gott að miða við 5-10 andardrætti á hvorri hlið. Slaka á í öllum þeim vöðvum sem við erum ekki að nota. Þessi staða er mjög virk en á sama tíma afslappandi. Við erum að losa um spennu í mjöðmum og spjaldhrygg. Hér erum við að virkja vöðva í höndum og þegar við lyftum höfði út frá styrk í kvið erum við að nota kviðvöðvana. Þessi æfing losar um efstu hryggjaliði en mikilvægt er að muna alltaf að hlusta á líkamann,“ útskýrir Ágústa.


)

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.