Nýr kafli hefst í netheimum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. mars 2014 19:58 Veraldarvefurinn eins og við þekkjum hann er tuttugu og fimm ára um þessar mundir. Internetið er þó aðeins rétt að slíta barnsskónum og finnur nú fyrir vaxtaverkjum. Frjálst flæði gagna og jafnræði á internetinu eru stóru málin sem þarf að leysa áður en næsti kafli upplýsingasögunnar hefst „Bókasafnið í Alexandríu var mesta menningarsetur fornaldar og dýrgripur mannsandans. Það brann. Hugsið ykkur nú ef hægt væri að safna saman öllum skráðum fróðleik í heiminum. Það er hægt.“ Þetta voru uppahfsorð Stefáns Jóns Hafstein í þættinum Sjónarmið sem var á dagskrá Stöðvar 2 árið 1995. Umfjöllunarefni þáttarins var veraldarvefurinn sem var á þessum tíma að ryðja sér til rúms. Óhætt er að segja að Stefán hafi hitt naglann á höfuðið. Hugleiðingar hans reyndust réttar og næst þegar við sjáum unglinginn með nefið ofan í snjallsímanum, ættum við að hugsa okkur tvisvar um áður en við bölvum tölvufíkn unga fólksins. Gjörvöll þekking mannkyns er nefnilega í þessu litla raftæki. Aldarfjórðungur er síðan breski vísindamaðurinn Tim Berners-Lee kynnti hugmyndir sínar um hnattrænan samskiptamáta fyrir yfirmönnum sínum hjá CERN, Evrópsku kjarnorkurannsóknarstofnunni, í Genf. Hinir háu herrar hjá CERN voru ekki bjartsýnir. Árið endurskírði Lee þessa samskiptaaðferð Veraldarvefinn. Varð þessi nýjung nokkuð vinsæl í kjölfarið. Í dag er vart hægt að hugsa sér heim án internetsins. Internetið er sá miðill sem kristallar það besta og það versta í mannfólkinu. Fjölskyldur verða til á samskiptamiðlum en þar sundrast þær einnig. Internetið er líka rödd þeirra sem berjast gegn einræði og spillingu en um leið er það stórbrotið verkfæri njósnastofnana. Vissulega hefur netið einnig fært okkur algjörlega tilgangslausa hluti og óvæntar hvunndagshetjur en á sama tíma hefur það fært okkur nær uppruna okkar. Leiðsögumaður Stefáns um töfraheim internetsins í Sjónarmiði árið 1995 var Þorsteinn Högni Gunnarsson. „Það er um það bil 30 milljónir manna á netinu í dag,“ sagði Þorsteinn í þættinum. „Árið 2000 er gert ráð fyrir að það verði um 200 milljónir manna nettengdir.“ Í dag eru tveir milljarðar manna á netinu og nethagkerfið blómstrar sem aldrei fyrr. Síðustu tvö áratugi hefur svaðilför Þorsteins Högna um hinn stafræna frumskóg haldið áfram. Hann er nú framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá CCP, þekktasta net- og leikjafyrirtæki Íslands. „Stóra nýjungin var á sínum tíma aðgangur að gögnum en í dag er nýjungin aðgangur að öðru fólki,“ segir Þorsteinn. „Við sjáum það bara á síðustu árum hversu ör þróunin hefur verið, til dæmis í vísindum og á öðrum sviðum, þetta er allt tilkomið vegna tenginga fólks í gegnum internetið. Þessi veldisáhrif sem internetið hefur haft á samfélagið.“ Á 25 ára afmæli sínu finnur internetið fyrir vaxtaverkjum. Jafnræði á netinu, frjálst flæði gagna, er krafan sem deilt er um. Að allir hafi aðgang að öllu og á sama hraða og að þjónustum sé ekki mismunað. Þetta er að gerast í Bandaríkjunum um þessar mundir og gengur þvert á upphaflegar hugmyndir um internetið. Að mati Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, eru þrjú vandamál sem blasa við þegar framtíð internetsins er annars vegar. Jafnræði á netinu (e. Net neutrality) sem felst í því að risavaxnar fjarskiptasamsteypur geti ekki stjórnað flæði upplýsingi, aðgengi að þeim og tengimöguleikum. Annað er friðhelgi einkalífsins. Þetta varðar bæði lagaumhverfið og hvernig almenningur notar netið. Síðan er það tjáningarfrelsi á 21. öldinni að fólks sér frjálst að miðla upplýsingum með sem minnstu afskiptum yfirvalda. „Þetta er auðvitað bylting, en þetta er bylting sem við kannski sjáum ekki,“ segir Helgi Hrafn. „Ég er sannfærður um það að eftir 100 ár þá muni fólk horfa til aldamótanna og sjá hvernig allt breyttist skyndilega.“ „Þetta er þróun sem er að eiga sér stað hraðar en rafmagnið eða prentvélin. Þetta sýnir hversu öflug og ófyrirsjáanleg upplýsingatæknin er í raun og veru.“ „Allur heimurinn — innan næstu 25 ára — verður kominn með nettengingu, í vasann eða kannski saumað í hálsinn,“ segir Þorsteinn að lokum. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Veraldarvefurinn eins og við þekkjum hann er tuttugu og fimm ára um þessar mundir. Internetið er þó aðeins rétt að slíta barnsskónum og finnur nú fyrir vaxtaverkjum. Frjálst flæði gagna og jafnræði á internetinu eru stóru málin sem þarf að leysa áður en næsti kafli upplýsingasögunnar hefst „Bókasafnið í Alexandríu var mesta menningarsetur fornaldar og dýrgripur mannsandans. Það brann. Hugsið ykkur nú ef hægt væri að safna saman öllum skráðum fróðleik í heiminum. Það er hægt.“ Þetta voru uppahfsorð Stefáns Jóns Hafstein í þættinum Sjónarmið sem var á dagskrá Stöðvar 2 árið 1995. Umfjöllunarefni þáttarins var veraldarvefurinn sem var á þessum tíma að ryðja sér til rúms. Óhætt er að segja að Stefán hafi hitt naglann á höfuðið. Hugleiðingar hans reyndust réttar og næst þegar við sjáum unglinginn með nefið ofan í snjallsímanum, ættum við að hugsa okkur tvisvar um áður en við bölvum tölvufíkn unga fólksins. Gjörvöll þekking mannkyns er nefnilega í þessu litla raftæki. Aldarfjórðungur er síðan breski vísindamaðurinn Tim Berners-Lee kynnti hugmyndir sínar um hnattrænan samskiptamáta fyrir yfirmönnum sínum hjá CERN, Evrópsku kjarnorkurannsóknarstofnunni, í Genf. Hinir háu herrar hjá CERN voru ekki bjartsýnir. Árið endurskírði Lee þessa samskiptaaðferð Veraldarvefinn. Varð þessi nýjung nokkuð vinsæl í kjölfarið. Í dag er vart hægt að hugsa sér heim án internetsins. Internetið er sá miðill sem kristallar það besta og það versta í mannfólkinu. Fjölskyldur verða til á samskiptamiðlum en þar sundrast þær einnig. Internetið er líka rödd þeirra sem berjast gegn einræði og spillingu en um leið er það stórbrotið verkfæri njósnastofnana. Vissulega hefur netið einnig fært okkur algjörlega tilgangslausa hluti og óvæntar hvunndagshetjur en á sama tíma hefur það fært okkur nær uppruna okkar. Leiðsögumaður Stefáns um töfraheim internetsins í Sjónarmiði árið 1995 var Þorsteinn Högni Gunnarsson. „Það er um það bil 30 milljónir manna á netinu í dag,“ sagði Þorsteinn í þættinum. „Árið 2000 er gert ráð fyrir að það verði um 200 milljónir manna nettengdir.“ Í dag eru tveir milljarðar manna á netinu og nethagkerfið blómstrar sem aldrei fyrr. Síðustu tvö áratugi hefur svaðilför Þorsteins Högna um hinn stafræna frumskóg haldið áfram. Hann er nú framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá CCP, þekktasta net- og leikjafyrirtæki Íslands. „Stóra nýjungin var á sínum tíma aðgangur að gögnum en í dag er nýjungin aðgangur að öðru fólki,“ segir Þorsteinn. „Við sjáum það bara á síðustu árum hversu ör þróunin hefur verið, til dæmis í vísindum og á öðrum sviðum, þetta er allt tilkomið vegna tenginga fólks í gegnum internetið. Þessi veldisáhrif sem internetið hefur haft á samfélagið.“ Á 25 ára afmæli sínu finnur internetið fyrir vaxtaverkjum. Jafnræði á netinu, frjálst flæði gagna, er krafan sem deilt er um. Að allir hafi aðgang að öllu og á sama hraða og að þjónustum sé ekki mismunað. Þetta er að gerast í Bandaríkjunum um þessar mundir og gengur þvert á upphaflegar hugmyndir um internetið. Að mati Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, eru þrjú vandamál sem blasa við þegar framtíð internetsins er annars vegar. Jafnræði á netinu (e. Net neutrality) sem felst í því að risavaxnar fjarskiptasamsteypur geti ekki stjórnað flæði upplýsingi, aðgengi að þeim og tengimöguleikum. Annað er friðhelgi einkalífsins. Þetta varðar bæði lagaumhverfið og hvernig almenningur notar netið. Síðan er það tjáningarfrelsi á 21. öldinni að fólks sér frjálst að miðla upplýsingum með sem minnstu afskiptum yfirvalda. „Þetta er auðvitað bylting, en þetta er bylting sem við kannski sjáum ekki,“ segir Helgi Hrafn. „Ég er sannfærður um það að eftir 100 ár þá muni fólk horfa til aldamótanna og sjá hvernig allt breyttist skyndilega.“ „Þetta er þróun sem er að eiga sér stað hraðar en rafmagnið eða prentvélin. Þetta sýnir hversu öflug og ófyrirsjáanleg upplýsingatæknin er í raun og veru.“ „Allur heimurinn — innan næstu 25 ára — verður kominn með nettengingu, í vasann eða kannski saumað í hálsinn,“ segir Þorsteinn að lokum.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira