Innlent

Mottumars fer vel af stað

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot
Þó einungis tveir dagar séu búnir af Mottumars, árvekni-og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, hafa þegar safnast 1,2 milljónir króna af þeim 40 milljónum sem stefnt er að.

Kristján Björn Tryggvason vermir efsta sæti söfnunarinnar og hefur safnað 73.007 krónum.

Mottumars er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins og er mottan táknræn um að krabbamein eigi ekki að vera feimnismál. Jafnt einstaklingar sem lið geta skráð sig til leiks og safnað áheitum til styrktar átakinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×