Innlent

Sinubruni við Akranes

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Eldur kviknaði í sinu í grennd við Akranes í gærkvöldi og var slökkviliðið kallað til. Því tókst að hefta útbreiðslu eldanna, þótt gróður væri orðinn mjög þurr og engin snjór lægi yfir.

Slökkviliðsstjórinn í Borgarfirði sagðist í viðtali við fréttastofuna í hádeginu í gær, bíða spenntur eftir vætu því mikil hætta væri orðin á kjarr- eða sinueldum á Vesturlandi, og í nótt fór að rætast úr með slyddu og rigningu á Suðvesturlandi þannig að gróðurinn blotnar og eldhættan dvínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×