Innlent

Verkfall á Herjólfi yfirvofandi

Gissur Sigurðsson skrifar
Alllt stefnir í að verkfall sjómanna á Herjólfi hefjist klukkan fimm í dag, þar sem mikið ber í milli, samkvæmt tilkynningu frá Eimskipum, sem reka Herjólf.

Verkfallsaðgerðir verða með þeim hætti að sjómennirnir vinna ekki frá klukkan fimm síðdegis, til klukkan átta að morgni, alla virka daga og ekkert um helgar.

Við bestu aðstæður þýðir þetta að skipið getur siglt þrjár ferðir á virkum dögum til Landeyjahafnar, en ef hún er ófær þá kemst skipið ekki nema eina ferð til Þorlákshafnar innan þessa tímaramma, en farþegabáturinn Víkingur heldur sínu striki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×