Innlent

Hálka víða um land

Krapi og töluverð hálka er víðast hvar á vegum á Suðurlandi eftir snjókomu í nótt. Sömuleiðis er víða hálka og ísing á vegum á Suðurnesjum  og töluvert snjóaði á Vesturlandi, þar sem hreinsun vega er hafin. Allar aðalleiðir á þessu svæði eru þó færar.

Það er líka mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu, en búið er að hálkuverja allar helstu leiðir og akstursleiðir Strætó. Fréttastofunni er ekki kunnugt um slys eða umtalsverð óhöpp í umferðinni í nótt vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×