Ferðamenn sólgnir í einstakan miðbæ Reykjavíkur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. febrúar 2014 20:03 Um tíma óttuðust menn að verslun myndi hreinlega leggjast af á helstu verslunargötum borgarinnar en sú varð ekki raunin. Þvert á móti blómstra minni verslanir þar sem áhersla er lögð á íslenska hönnun, framtak og sköpunargleði. Þannig leggja verslunarmenn áherslu á hugtök eins og upplifun og hreinleika, einmitt orð sem við tengjum við vinsæla ferðamannastaði á borð við Gullfoss og Geysi. Það gleymist stundum að miðborg Reykjavíkur er vinsælasti ferðamannastaður landsins. Aukning ferðamanna hefur kallað á miklar áherslubreytingar hjá verslunarmönnum. Það er til marks um þessa einstöku þróun að 46 þúsund ferðamenn fóru frá landi í janúar síðastliðnum. „Við getum sagt við útlendinga að varan ekkert er framleidd „in house“ og þeim þykir mikið til þess koma og finnst magnað að þeir séu virkilega að ræða við sjálfan listamanninn,“ segir Ófeigur Björnsson, gullsmiður. „Svoleiðis er ekki auðfundið í þessum stóra heimi.Ferðamenn í Reykjavík.VÍSIR/VILHELMBolli, gullsmiður og sonur Ófeigs, segir verslunarþyrpinguna í Reykjavík einstaka á heimsvísu. Hvergi sé að finna jafn lifandi umhverfi verslunar og þjónustu. Njarðarskjöldur og Freyjusómi eru árleg verðlaun sem afhent eru verslunum fyrir góða þjónustu og ferskan andblæ í ferðaþjónustu. Ófeigur gullsmiður hlaut Freyjusómann að þessu sinni. Í þessari rótgrónu verslun á Skólavörðustíg hefur Ófeigur og fjölskylda hans staðið að og skipulagt fjölmarga atburði sem laða að bæði íslendinga og ferðamenn. Annar reynslubolti fær síðan Njarðarskjöldinn fyrir góðan söluárangur til erlendra ferðamanna. Gilbert úrsmiður, já og geimfari, rekur einu úraverksmiðju landsins á nokkrum fermetrum á Laugavegi.Gilbert úrsmiður.VÍSIR/GVA„Það kom einn hérna um daginn sem sagðist eiga hundrað úr en aldrei hafa hitt úrsmið. Hann bað um að taka í höndina á mér,“ segir Gilbert Ó Guðjónsson. „Ég sagði honum að kíkja inn á verkstæði, þar var strákurinn minn að setja saman íslenskt úr. Það gerði þetta meira spennandi.“ „Náttúran hefur sín þolmörk en hér eru þolmörkin félagslega,“ segir Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarskrifstofu. „Þetta eru samfélagsleg þolmörk. En ég held að það sé enn svigrúm utan háannar. Þetta litar okkar samfélag litríkum og skemmtilegum litum.“ Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Um tíma óttuðust menn að verslun myndi hreinlega leggjast af á helstu verslunargötum borgarinnar en sú varð ekki raunin. Þvert á móti blómstra minni verslanir þar sem áhersla er lögð á íslenska hönnun, framtak og sköpunargleði. Þannig leggja verslunarmenn áherslu á hugtök eins og upplifun og hreinleika, einmitt orð sem við tengjum við vinsæla ferðamannastaði á borð við Gullfoss og Geysi. Það gleymist stundum að miðborg Reykjavíkur er vinsælasti ferðamannastaður landsins. Aukning ferðamanna hefur kallað á miklar áherslubreytingar hjá verslunarmönnum. Það er til marks um þessa einstöku þróun að 46 þúsund ferðamenn fóru frá landi í janúar síðastliðnum. „Við getum sagt við útlendinga að varan ekkert er framleidd „in house“ og þeim þykir mikið til þess koma og finnst magnað að þeir séu virkilega að ræða við sjálfan listamanninn,“ segir Ófeigur Björnsson, gullsmiður. „Svoleiðis er ekki auðfundið í þessum stóra heimi.Ferðamenn í Reykjavík.VÍSIR/VILHELMBolli, gullsmiður og sonur Ófeigs, segir verslunarþyrpinguna í Reykjavík einstaka á heimsvísu. Hvergi sé að finna jafn lifandi umhverfi verslunar og þjónustu. Njarðarskjöldur og Freyjusómi eru árleg verðlaun sem afhent eru verslunum fyrir góða þjónustu og ferskan andblæ í ferðaþjónustu. Ófeigur gullsmiður hlaut Freyjusómann að þessu sinni. Í þessari rótgrónu verslun á Skólavörðustíg hefur Ófeigur og fjölskylda hans staðið að og skipulagt fjölmarga atburði sem laða að bæði íslendinga og ferðamenn. Annar reynslubolti fær síðan Njarðarskjöldinn fyrir góðan söluárangur til erlendra ferðamanna. Gilbert úrsmiður, já og geimfari, rekur einu úraverksmiðju landsins á nokkrum fermetrum á Laugavegi.Gilbert úrsmiður.VÍSIR/GVA„Það kom einn hérna um daginn sem sagðist eiga hundrað úr en aldrei hafa hitt úrsmið. Hann bað um að taka í höndina á mér,“ segir Gilbert Ó Guðjónsson. „Ég sagði honum að kíkja inn á verkstæði, þar var strákurinn minn að setja saman íslenskt úr. Það gerði þetta meira spennandi.“ „Náttúran hefur sín þolmörk en hér eru þolmörkin félagslega,“ segir Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarskrifstofu. „Þetta eru samfélagsleg þolmörk. En ég held að það sé enn svigrúm utan háannar. Þetta litar okkar samfélag litríkum og skemmtilegum litum.“
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira