Felldi tár þegar hún loks fann ömmu sína 13. febrúar 2014 18:00 Þórdís Nadia Semichat hefur nú fundið föðurömmu sína sem hún leitaði að í Túnis. Hún greinir frá þessu í einlægri færslu á bloggsíðu sinni. Vísir greindi frá þessu fyrr í þessum mánuði þegar leitin upphófst. Þórdís Nadia gerði þrjár tilraunir til þess að hafa uppi á föðurömmu sinni sem hún hafði aldrei hitt. Hún settist upp í leigubíl í Túnis og bað bílstjórann um að aka sér í hverfið sem amma hennar býr í. Þegar hún kom út úr leigubílnum sá hún þrjár konur. Hún sá samstundis að ein þessara kvenna væri amma hennar. „Ég stóðst ekki mátið og faðmaði ömmu aftur, hún var eitthvað svo vesæl, ég hugsaði kannski að hún hafi gott af því að fá faðmlag. Hún hélt mér fast að sér og sagði nafnið mitt. Við slepptum takinu og stóðum í þögn við umferðargötu. Ég leit á hana aftur og sá ég að hún felldi tvö tár og muldraði eitthvað með sjálfri sér,“ skrifar Þórdís. Þær tóku leigubíl í annað hverfi þar sem Þórdís hitti frænkur sínar og segir hún gestrisnina hafa verið í hávegum höfð. Þrátt fyrir mikla fátækt var farið út í búð og keyptar voru fyrir hana ýmsar vörur. Nadia eyddi dálítilli stund með þeim en fljótlega reyndist þetta henni ofviða. „Ég stóð upp og faðmaði hana og svo grétum við saman. Hún sagði við mig að ef þú bara talaðir arabísku þá gæti ég sagt þér margar sögur, margar sögur sem þú þarft að heyra.“ „Ég kyssti alla bless og þá rétti frænka mín mér í viðbót 10 dinar. Ég þakkaði þeim fyrir og fór. Ég kom heim og lagðist upp í rúm og rotaðist. Ég var algjörlega búin á því, “ skrifar Þórdís að lokum. Tengdar fréttir Íslensk stúlka leitar ömmu sinnar í Túnis Þórdís Nadia Semichat er í starfsnámi í Túnisborg þar sem föðuramma hennar býr, en þær hafa aldrei hist. 4. febrúar 2014 20:30 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Þórdís Nadia Semichat hefur nú fundið föðurömmu sína sem hún leitaði að í Túnis. Hún greinir frá þessu í einlægri færslu á bloggsíðu sinni. Vísir greindi frá þessu fyrr í þessum mánuði þegar leitin upphófst. Þórdís Nadia gerði þrjár tilraunir til þess að hafa uppi á föðurömmu sinni sem hún hafði aldrei hitt. Hún settist upp í leigubíl í Túnis og bað bílstjórann um að aka sér í hverfið sem amma hennar býr í. Þegar hún kom út úr leigubílnum sá hún þrjár konur. Hún sá samstundis að ein þessara kvenna væri amma hennar. „Ég stóðst ekki mátið og faðmaði ömmu aftur, hún var eitthvað svo vesæl, ég hugsaði kannski að hún hafi gott af því að fá faðmlag. Hún hélt mér fast að sér og sagði nafnið mitt. Við slepptum takinu og stóðum í þögn við umferðargötu. Ég leit á hana aftur og sá ég að hún felldi tvö tár og muldraði eitthvað með sjálfri sér,“ skrifar Þórdís. Þær tóku leigubíl í annað hverfi þar sem Þórdís hitti frænkur sínar og segir hún gestrisnina hafa verið í hávegum höfð. Þrátt fyrir mikla fátækt var farið út í búð og keyptar voru fyrir hana ýmsar vörur. Nadia eyddi dálítilli stund með þeim en fljótlega reyndist þetta henni ofviða. „Ég stóð upp og faðmaði hana og svo grétum við saman. Hún sagði við mig að ef þú bara talaðir arabísku þá gæti ég sagt þér margar sögur, margar sögur sem þú þarft að heyra.“ „Ég kyssti alla bless og þá rétti frænka mín mér í viðbót 10 dinar. Ég þakkaði þeim fyrir og fór. Ég kom heim og lagðist upp í rúm og rotaðist. Ég var algjörlega búin á því, “ skrifar Þórdís að lokum.
Tengdar fréttir Íslensk stúlka leitar ömmu sinnar í Túnis Þórdís Nadia Semichat er í starfsnámi í Túnisborg þar sem föðuramma hennar býr, en þær hafa aldrei hist. 4. febrúar 2014 20:30 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Íslensk stúlka leitar ömmu sinnar í Túnis Þórdís Nadia Semichat er í starfsnámi í Túnisborg þar sem föðuramma hennar býr, en þær hafa aldrei hist. 4. febrúar 2014 20:30