Lífið

Felldi tár þegar hún loks fann ömmu sína

Þórdís Nadia Semichat hefur nú fundið föðurömmu sína sem hún leitaði að í Túnis. Hún greinir frá þessu í einlægri færslu á bloggsíðu sinni. 

Vísir greindi frá þessu fyrr í þessum mánuði þegar leitin upphófst. 

Þórdís Nadia gerði þrjár tilraunir til þess að hafa uppi á föðurömmu sinni sem hún hafði aldrei hitt. Hún settist upp í leigubíl í Túnis og bað bílstjórann um að aka sér í hverfið sem amma hennar býr í. Þegar hún kom út úr leigubílnum sá hún þrjár konur. Hún sá samstundis að ein þessara kvenna væri amma hennar.

„Ég stóðst ekki mátið og faðmaði ömmu aftur, hún var eitthvað svo vesæl, ég hugsaði kannski að hún hafi gott af því að fá faðmlag. Hún hélt mér fast að sér og sagði nafnið mitt. Við slepptum takinu og stóðum í þögn við umferðargötu. Ég leit á hana aftur og sá ég að hún felldi tvö tár og muldraði eitthvað með sjálfri sér,“ skrifar Þórdís.

Þær tóku leigubíl í annað hverfi þar sem Þórdís hitti frænkur sínar og segir hún gestrisnina hafa verið í hávegum höfð. Þrátt fyrir mikla fátækt var farið út í búð og keyptar voru fyrir hana ýmsar vörur. Nadia eyddi dálítilli stund með þeim en fljótlega reyndist þetta henni ofviða.

„Ég stóð upp og faðmaði hana og svo grétum við saman. Hún sagði við mig að ef þú bara talaðir arabísku þá gæti ég sagt þér margar sögur, margar sögur sem þú þarft að heyra.“

„Ég kyssti alla bless og þá rétti frænka mín mér í viðbót 10 dinar. Ég þakkaði þeim fyrir og fór. Ég kom heim og lagðist upp í rúm og rotaðist. Ég var algjörlega búin á því, “ skrifar Þórdís að lokum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.