Heiðra minningu Valdísar Gunnarsdóttur á Valentínusardaginn Marín Manda skrifar 14. febrúar 2014 14:30 Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur Valentínusardagurinn er helgaður ástinni og á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur á ýmsan máta en hefðbundið þykir að dekra við ástina sína, gefa gjafir, blóm og falleg kort. Tilstandið á Íslandi hefur færst í aukana en ekki eru allir sammála um að dagurinn eigi heima á Íslandi.Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur „Hvorki ég né frúin tökum svona dag hátíðlegan, og því síður bóndadaginn því allir dagar eru einstakir og dásamlegir. Þar fyrir utan er frúin á skíðum á Ítalíu og verður þar á Valentínusardaginn en ég myndi fyrst og fremst heiðra minningu Valdísar Gunnarsdóttur á þessum degi því hún flutti hann til Íslands.“Rósa Guðbjartsdóttir, ritstjóri Bókafélagsins „Ég verð að viðurkenna að ég hef lítið verið fyrir það að láta „segja mér fyrir verkum“ í þessum efnum með því að láta útlenska siði „ákveða“ hvenær skuli dekrað við makann eða annað slíkt. Hins vegar vill nú þannig til að ég hafði einmitt hugsað mér að gera eitthvað skemmtilegt til að gleðja hann á þessum degi í þetta sinn. Hef ég hugsað talsvert til Valdísar Gunnarsdóttur heitinnar og fyrrverandi samstarfskonu á Bylgjunni nú í aðdragandanum og hvernig hún kynnti þennan dag fyrir Íslendingum. Hún var á öldum ljósvakans ötul við að hvetja landsmenn til elsku og ástar og hafi Valentínusardagurinn áhrif á okkur í þá átt er það vitaskuld af hinu góða.“Steinunn Vala Sigfúsdóttir, eigandi Hring eftir hring „Við Stebbi erum ekki vön að halda upp á Valentínusardaginn á rómantískan hátt, þó við höfum reyndar nokkuð sterka tengingu við dagsetningu hans því þann 14. febrúar árið 2004 urðum við par. Við höldum hins vegar upp á afmælin okkar og förum þá út að borða og gerum vel við okkur tvö ein eða í félagsskap góðra vina okkar. Í ár erum við fjölskyldan að fara í ferðalag norður en strákarnir okkar þrír, Snorri 8 ára, Trausti 7 ára og Nikulás Flosi 4 ára, verða í vetrarfríi í næstu viku. Við ætlum í skíðafrí og heimsækja Tindastól og Hlíðarfjall en gista í Skagafirði. Kannski ég helli upp á gott og sterkt kaffi og grípi með mér súkkulaði fyrir bílferðina okkar, en langir bíltúrar geta breyst í unaðsstundir hjá okkur Stebba þar sem gefst tími til að spjalla saman í friði og ró.“Jógvan Hansen, söngvari „Ég er að sinna börnunum mínum tveimur sem eru rúmlega 2 ára og tæpra 4 mánaða og mér finnst það alveg nógu rómantískt. Ég er kannski ekki sá sem gerir mest úr þessum degi því hugmyndin er svo erlend þrátt fyrir að hún sé falleg. Konan á afmæli bráðlega og svo er konudagurinn líka og þá er um að gera að gera eitthvað sniðugt fyrir hana.“ Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira
Valentínusardagurinn er helgaður ástinni og á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur á ýmsan máta en hefðbundið þykir að dekra við ástina sína, gefa gjafir, blóm og falleg kort. Tilstandið á Íslandi hefur færst í aukana en ekki eru allir sammála um að dagurinn eigi heima á Íslandi.Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur „Hvorki ég né frúin tökum svona dag hátíðlegan, og því síður bóndadaginn því allir dagar eru einstakir og dásamlegir. Þar fyrir utan er frúin á skíðum á Ítalíu og verður þar á Valentínusardaginn en ég myndi fyrst og fremst heiðra minningu Valdísar Gunnarsdóttur á þessum degi því hún flutti hann til Íslands.“Rósa Guðbjartsdóttir, ritstjóri Bókafélagsins „Ég verð að viðurkenna að ég hef lítið verið fyrir það að láta „segja mér fyrir verkum“ í þessum efnum með því að láta útlenska siði „ákveða“ hvenær skuli dekrað við makann eða annað slíkt. Hins vegar vill nú þannig til að ég hafði einmitt hugsað mér að gera eitthvað skemmtilegt til að gleðja hann á þessum degi í þetta sinn. Hef ég hugsað talsvert til Valdísar Gunnarsdóttur heitinnar og fyrrverandi samstarfskonu á Bylgjunni nú í aðdragandanum og hvernig hún kynnti þennan dag fyrir Íslendingum. Hún var á öldum ljósvakans ötul við að hvetja landsmenn til elsku og ástar og hafi Valentínusardagurinn áhrif á okkur í þá átt er það vitaskuld af hinu góða.“Steinunn Vala Sigfúsdóttir, eigandi Hring eftir hring „Við Stebbi erum ekki vön að halda upp á Valentínusardaginn á rómantískan hátt, þó við höfum reyndar nokkuð sterka tengingu við dagsetningu hans því þann 14. febrúar árið 2004 urðum við par. Við höldum hins vegar upp á afmælin okkar og förum þá út að borða og gerum vel við okkur tvö ein eða í félagsskap góðra vina okkar. Í ár erum við fjölskyldan að fara í ferðalag norður en strákarnir okkar þrír, Snorri 8 ára, Trausti 7 ára og Nikulás Flosi 4 ára, verða í vetrarfríi í næstu viku. Við ætlum í skíðafrí og heimsækja Tindastól og Hlíðarfjall en gista í Skagafirði. Kannski ég helli upp á gott og sterkt kaffi og grípi með mér súkkulaði fyrir bílferðina okkar, en langir bíltúrar geta breyst í unaðsstundir hjá okkur Stebba þar sem gefst tími til að spjalla saman í friði og ró.“Jógvan Hansen, söngvari „Ég er að sinna börnunum mínum tveimur sem eru rúmlega 2 ára og tæpra 4 mánaða og mér finnst það alveg nógu rómantískt. Ég er kannski ekki sá sem gerir mest úr þessum degi því hugmyndin er svo erlend þrátt fyrir að hún sé falleg. Konan á afmæli bráðlega og svo er konudagurinn líka og þá er um að gera að gera eitthvað sniðugt fyrir hana.“
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira